Lífið

Uppbyggingin heldur áfram

Húsin endurreist Fjölmargir misstu heimili sín í skjálftanum sem var 7,6 stig á Richter.
Húsin endurreist Fjölmargir misstu heimili sín í skjálftanum sem var 7,6 stig á Richter. MYND/Anna

Uppbygging vegna jarðskjálftans sem varð í Pakistan í október 2005 gengur vel. Alþjóða-neyðarhjálp kirkna/ACT hefur nú varið þeim 16,7 milljónum króna sem söfnuðust hér á landi. Þá hefur ríkið endurgreitt virðisaukaskattinn sem heimtur var af sölu disksins Hjálpum þeim og hafa þær 10 milljónir króna skilað sér til fórnarlambanna.

Anna M. Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar, er nýkomin frá jarðskjálftasvæðunum í Pakistan þar sem hún kynnti sér uppbyggingarstarfið.

 

Anna M. Þ. Ólafsdóttir. Fé sem safnaðist á Íslandi hefur nýst fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan vel.

„Þessi verkefni sem við höfum einbeitt okkur að hafa gengið afar vel og fólkið sem ég talaði við var þakklátt og ánægt," segir Anna.

Hjálparstarfið í Pakistan er fjölbreytt. Fólkið hefur fengið aðstoð við að byggja upp heimili sín sem hrundu í skjálftanum, vatns- og frárennslissmál hafa verið bætt og fólkið í búðunum hefur fengið uppbyggjandi fræðslu um hreinlæti, meðhöndlun matvæla og ummönnun ungbarna svo fátt eitt sé nefnt.

„Vissulega er mikil vinna framundan. Það er brýnt að byggja svæðið betur upp efnislega og eins þarf að þétta samfélagsnetið," segir Anna en 80.000 manns létust í skjálftanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.