Lífið

Grey’s stjarnan Patric Dempsey um föðurhlutverkið

Patric Dempsey
Patric Dempsey MYND/Getty Images

Grey's Anatomy stjarnan Patric Dempsey er þriggja barna faðir. Hann eignaðist tvíburadrengi fyrir 10 vikum en fyrir átti hann fjögurra ára stúlkuna Talula með konu sinni, Jillian. Segir Patric drengina vera mjög ólíkar persónur.

,,Sullivan er mjög skondinn, hann setur upp fyndna svipi en Darby er mjög fálátur og það heyrist lítið í honum," sagði Patric í viðtali við People. Spurður hvað dóttur hans fyndist um nýju fjölskylduaðstæðurnar sagði hann hana aðlagast breytingunum vel. Þau tvö hafi eytt tíma saman í síðustu viku og farið í bíó að sjá kvikmyndina Wicked. Hann ætli að eyða meiri tíma einn með dóttur sinni framvegis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.