Lífið

Björn Bjarna týndi töskunni sinni

Ferðataska dómsmálaráðherra týndist á Kastrup í gær.
Ferðataska dómsmálaráðherra týndist á Kastrup í gær. MYND/SJ

Ferðataska Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, týndist á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í gær. Ráðherrann var á leið til Brussel og þurfti hann að skipta um vél á Kastrup þar sem taskan hvarf.

Á bloggi sínu segist hann hafa gert „sérstakar ráðstafanir til þess að nógu langt yrði á milli fluga til Brussel, svo að taskan fylgdi mér." Ekki vildi betur til en svo að taskan týndist þegar verið var að ferja hana á milli véla Icelandair og SAS.

„Enginn virðist á þessari kvöldstundu vita um örlög hennar," segir ráðherrann á bloggi sínu sem skrifað var í gærkvöldi. Björn hefur ekkert bloggað í dag en vonandi er taskan komin í leitirna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.