Lífið

Síldarsjómenn sérfræðingar í boltanum

Margir síldveiðisjómenn eru orðnir sérfræðingar í allri heimsins knattspyrnu eftir að hafa stúderð hana sólarhringum saman í vel á annan mánuð.

Skýringin er að það tekur skipin 30 til 40 klukkustundir að sigla með aflann af miðunum í Grundarfirði til Austfjarðahafna, og álíka tíma til baka á miðin. Á meðan fylgjast sjómennirnir grannt með knattspyrnunni í gegnum gerfihnattasjónvörp um borð í skipunum og vita nú orðið allt um boltann.

Mok veiði er aftur orðin í Grundarfirði, eftir að síldin hvarf þaðan í nokkra daga. Sem fyrr er síldin þar miklu vænni en sú, sem skipin veiddu við Suðurströndina, í grennd við Þorlákshöfn, þegar Grundarfjarðarsíldin hvarf um daginn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.