Kynþokki Eiríks þykir ærandi 9. maí 2007 10:15 Eíríkur Hauksson hefur vakið mikla athygli í Finnlandi þar sem hann keppir í forkeppni Eurovision annað kvöld. Fjölmiðla- og áhugafólk um keppnina segir hann þann eina sem geisli af alvöru karlmennsku á sviðinu. MYND/Anton Flestir spá Úkraínu sigri í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Lagið þykir ekki það besta en dragdrottningin sem það syngur nær athygli allra. Flutningur Eiríks Haukssonar þykir hrífandi en það eru kyntöfrar hans sem helst eru til umræðu í tengslum við framlag Íslendinga. Kynþokki Eiríks Haukssonar er mikið til umræðu meðal fjölmiðla- og áhugafólks á Evróvisjón í Helsinki. „Það er alltof mikið af einhverjum píslum þarna, Íslendingurinn er eini sem geislar af alvöru karlmennsku á sviðinu. Slíkt hefur lengi vantað," varð Ninu Talmén, finnskri blaðakonu, að orði í samræðum blaðamanna og áhugamanna um keppendur í fjölmiðlahöll keppninnar. Undir þau orð tóku aðrir heilshugar undir og kinkuðu kolli til samþykkis. Ein kona lét sér það þó ekki nægja heldur æpti upp yfir sig á ensku með sænskum hreim. „Já, hann er svo ótrúlega sexy."Silvía Nótt gaf tóninn Þó kynþokki Eiríks þyki ærandi er laginu frá Úkraínu mun oftar spá sigri í keppninni. Ekkert annað lag virðist jafn sigurstranglegt og það. Flestir kunna að raula lagið þeirra Dancing Lasha Tumbai og dilla sér eins og dragdrottningin í álklæðunum Verka Serduchka. Meira segja þeir sem þola ekki lagið spá því orðið sigri vegna þeirrar athygli sem það fær. „Úkraína notar sér þá arfleifð sem þið Íslendingar skylduð eftir með Silvíu Nótt. Fólk þolir orðið meira sprell eftir að hún gerði allt vitlaust í Grikklandi," sagði Martti Immonen, einn fremsti Evróvisjónspekingur Finna þegar hann var spurður álits á því hvaða lið væri sigurstranglegast. Hann kvaðst mjög ánægður með þær breytingar sem Silvía gerði en segir líklegt að ef jafn undarlegt lag og það úkraínska vinni nú, á eftir latex skrímslunum í Lordi, eigi einhverjum eftir að finnast sem keppnin sé komin út í of mikla vitleysu. Úkraína sigurstrangleg dragdrottningin Verka Serduchka keppir fyrir Úkraínu í ár og þykir sigurstrangleg. Hún má þakka velgengni sína því að fólk er ýmsu vant eftir framgöngu Silvíu Nætur í keppninni í fyrra. Gott ef Eiríkur vinnur „Mér fannst Eiríkur frábær í Gleðibankanum en þá fékk hann ekki að njóta sín eins og hann er. Leðrið nú fer honum miklu betur, hann tekur sig rosalega vel út á sviðinu, eiginlega vona ég að hann vinni. Það væri gott fyrir keppnina að fá mann eins og hann í sigursætið," bætti Martti því næst við. Það leikur engin vafi á því að ekkert vantar upp á kyntöfra Eiríks í Helsinki. Spurningin er hvort þeir og lag hans Valentine's Lost dugi til þess að koma Íslendingum upp úr undakeppninni. Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Flestir spá Úkraínu sigri í Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva í ár. Lagið þykir ekki það besta en dragdrottningin sem það syngur nær athygli allra. Flutningur Eiríks Haukssonar þykir hrífandi en það eru kyntöfrar hans sem helst eru til umræðu í tengslum við framlag Íslendinga. Kynþokki Eiríks Haukssonar er mikið til umræðu meðal fjölmiðla- og áhugafólks á Evróvisjón í Helsinki. „Það er alltof mikið af einhverjum píslum þarna, Íslendingurinn er eini sem geislar af alvöru karlmennsku á sviðinu. Slíkt hefur lengi vantað," varð Ninu Talmén, finnskri blaðakonu, að orði í samræðum blaðamanna og áhugamanna um keppendur í fjölmiðlahöll keppninnar. Undir þau orð tóku aðrir heilshugar undir og kinkuðu kolli til samþykkis. Ein kona lét sér það þó ekki nægja heldur æpti upp yfir sig á ensku með sænskum hreim. „Já, hann er svo ótrúlega sexy."Silvía Nótt gaf tóninn Þó kynþokki Eiríks þyki ærandi er laginu frá Úkraínu mun oftar spá sigri í keppninni. Ekkert annað lag virðist jafn sigurstranglegt og það. Flestir kunna að raula lagið þeirra Dancing Lasha Tumbai og dilla sér eins og dragdrottningin í álklæðunum Verka Serduchka. Meira segja þeir sem þola ekki lagið spá því orðið sigri vegna þeirrar athygli sem það fær. „Úkraína notar sér þá arfleifð sem þið Íslendingar skylduð eftir með Silvíu Nótt. Fólk þolir orðið meira sprell eftir að hún gerði allt vitlaust í Grikklandi," sagði Martti Immonen, einn fremsti Evróvisjónspekingur Finna þegar hann var spurður álits á því hvaða lið væri sigurstranglegast. Hann kvaðst mjög ánægður með þær breytingar sem Silvía gerði en segir líklegt að ef jafn undarlegt lag og það úkraínska vinni nú, á eftir latex skrímslunum í Lordi, eigi einhverjum eftir að finnast sem keppnin sé komin út í of mikla vitleysu. Úkraína sigurstrangleg dragdrottningin Verka Serduchka keppir fyrir Úkraínu í ár og þykir sigurstrangleg. Hún má þakka velgengni sína því að fólk er ýmsu vant eftir framgöngu Silvíu Nætur í keppninni í fyrra. Gott ef Eiríkur vinnur „Mér fannst Eiríkur frábær í Gleðibankanum en þá fékk hann ekki að njóta sín eins og hann er. Leðrið nú fer honum miklu betur, hann tekur sig rosalega vel út á sviðinu, eiginlega vona ég að hann vinni. Það væri gott fyrir keppnina að fá mann eins og hann í sigursætið," bætti Martti því næst við. Það leikur engin vafi á því að ekkert vantar upp á kyntöfra Eiríks í Helsinki. Spurningin er hvort þeir og lag hans Valentine's Lost dugi til þess að koma Íslendingum upp úr undakeppninni.
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira