Verksmiðjuvæðing: 150 árum of seint 9. maí 2007 06:00 Sumir telja að nú sé rétti tíminn fyrir Iðnbyltingu á Íslandi. Rúmlega 150 ár eru síðan iðnbylgingin hófst út í heimi. Meðal helstu tækni sem dreif áfram uppfinningar og framfarir þess tíma voru gufuafl, vefstólar, járnbrautalestir og færibandavinna. Þetta eru ekki lengur nýjungar og Iðnbyltingin gerir engan ríkan lengur. Neikvæð áhrif verksmiðjuvæðingar eru mengun, atvinnutengd dauðsföll, veikindi, atvinnuleysi, skammlífi, og volæði. Það er misskilningur að ætla sér að verksmiðjuvæða án slíkra afleiðinga. Í dag eru helstu vaxtamöguleikarnir í atvinnuveginum tengdir upplýsingum og tölvutækni. Ef við viljum horfa framávið verðum við að setja hátækni í fyrirrúm. Ekki skal ég segja hvort það sé skammsýni eða einstaklega óheppileg blanda af óskhyggju og fortíðarrómantík, en svo virðist sem sumir Íslendingar telji það góða hugmynd að við komum upp umhverfi hér á landi sem líkir eftir skítugasta tímabili iðnbyltingarinnar, hráefnavinnslu og tilheyrandi mengun, og færa Íslandsklukkuna þannig meira en 100 ár aftur í tíman. Þessir aðilar vilja ekki iðnað sem byggir á hönnun eða hugviti; upplýsingatækni eða framleiðslu afþreyingarefnis - atvinnugreinar sem eru ört vaxandi í öllum nágranalöndunum. O nei - þeir vilja frekar iðnað sem er á hraðri útleið í hinum Vestræna heimi; iðnað sem krefst svo mikillar raforku að virkja þarf allar helstu náttúruperlur landsins; iðnað sem skapar minna en einu prósenti af vinnufæru fólki landsins atvinnu. Verksmiðjuvætt Ísland setur okkur ekki aðeins í samkeppni við vanþróaðri heimsálfur, sem jafnvel til skamms tíma litið er vonlaus barátta, heldur brýtur það þvert á þá hugmyndaauðgi landsmanna sem hefur sýnt sig á fjölmörgum sviðum, t.d. fjármála, stoðtækni og fiskvinnslutækni. Ef stutt væri betur við rannsóknir og þróun, til dæmis með tíföldun fjárlaga í samkeppnissjóði, yrði það stórfengleg sjón: Ísland myndi festa sig í sessi sem hugmyndaríkt og framsýnt land sem tekur virkan þátt í að móta framtíð hins Vestræna heims í tækni, menntun og listum. Við ættum möguleika á að komast í fremstu röð á sviðum sem eiga augljóslega eftir að móta hátæknisamfélög framtíðarinnar. Nú er upplýsingaöld. Við eigum að skoða þá ótal möguleika sem skapandi tækni framtíðarinnar býður uppá. Það er 100 árum of seint að ætla að taka þátt í Iðnbyltingunni - hundrað ára gamlar iðnbyltingarhugmyndir knýja okkur til að einblína í baksýnisspegilinn. Það vita allir að þeir sem stara á hann lenda í árekstri, sérstaklega ef hratt er farið. Til að taka þátt í framtíðinni þurfum við að búa vel um fyrir hátæknifyrirtæki, laða besta fólkið að erlendis frá og setja okkur markmið í nýsköpun sem taka mið af því hvert heimurinn er að þróast. Svo einfalt er það. Höfundur er dósent og fyrrv. verksmiðjustarfsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sumir telja að nú sé rétti tíminn fyrir Iðnbyltingu á Íslandi. Rúmlega 150 ár eru síðan iðnbylgingin hófst út í heimi. Meðal helstu tækni sem dreif áfram uppfinningar og framfarir þess tíma voru gufuafl, vefstólar, járnbrautalestir og færibandavinna. Þetta eru ekki lengur nýjungar og Iðnbyltingin gerir engan ríkan lengur. Neikvæð áhrif verksmiðjuvæðingar eru mengun, atvinnutengd dauðsföll, veikindi, atvinnuleysi, skammlífi, og volæði. Það er misskilningur að ætla sér að verksmiðjuvæða án slíkra afleiðinga. Í dag eru helstu vaxtamöguleikarnir í atvinnuveginum tengdir upplýsingum og tölvutækni. Ef við viljum horfa framávið verðum við að setja hátækni í fyrirrúm. Ekki skal ég segja hvort það sé skammsýni eða einstaklega óheppileg blanda af óskhyggju og fortíðarrómantík, en svo virðist sem sumir Íslendingar telji það góða hugmynd að við komum upp umhverfi hér á landi sem líkir eftir skítugasta tímabili iðnbyltingarinnar, hráefnavinnslu og tilheyrandi mengun, og færa Íslandsklukkuna þannig meira en 100 ár aftur í tíman. Þessir aðilar vilja ekki iðnað sem byggir á hönnun eða hugviti; upplýsingatækni eða framleiðslu afþreyingarefnis - atvinnugreinar sem eru ört vaxandi í öllum nágranalöndunum. O nei - þeir vilja frekar iðnað sem er á hraðri útleið í hinum Vestræna heimi; iðnað sem krefst svo mikillar raforku að virkja þarf allar helstu náttúruperlur landsins; iðnað sem skapar minna en einu prósenti af vinnufæru fólki landsins atvinnu. Verksmiðjuvætt Ísland setur okkur ekki aðeins í samkeppni við vanþróaðri heimsálfur, sem jafnvel til skamms tíma litið er vonlaus barátta, heldur brýtur það þvert á þá hugmyndaauðgi landsmanna sem hefur sýnt sig á fjölmörgum sviðum, t.d. fjármála, stoðtækni og fiskvinnslutækni. Ef stutt væri betur við rannsóknir og þróun, til dæmis með tíföldun fjárlaga í samkeppnissjóði, yrði það stórfengleg sjón: Ísland myndi festa sig í sessi sem hugmyndaríkt og framsýnt land sem tekur virkan þátt í að móta framtíð hins Vestræna heims í tækni, menntun og listum. Við ættum möguleika á að komast í fremstu röð á sviðum sem eiga augljóslega eftir að móta hátæknisamfélög framtíðarinnar. Nú er upplýsingaöld. Við eigum að skoða þá ótal möguleika sem skapandi tækni framtíðarinnar býður uppá. Það er 100 árum of seint að ætla að taka þátt í Iðnbyltingunni - hundrað ára gamlar iðnbyltingarhugmyndir knýja okkur til að einblína í baksýnisspegilinn. Það vita allir að þeir sem stara á hann lenda í árekstri, sérstaklega ef hratt er farið. Til að taka þátt í framtíðinni þurfum við að búa vel um fyrir hátæknifyrirtæki, laða besta fólkið að erlendis frá og setja okkur markmið í nýsköpun sem taka mið af því hvert heimurinn er að þróast. Svo einfalt er það. Höfundur er dósent og fyrrv. verksmiðjustarfsmaður.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar