Frí gisting um allan heim 10. júní 2007 11:00 Haukur Sigurðsson notar heimasíðuna hospitality club til að spara pening og kynnast heimamönnum á ferðalögum. Það er sama hvert þig langar að fara. Til Tansaníu, Tælands eða Tyrklands, já eða bara í helgarferð til New York, á heimasíðunni Hospitalityclub.org finnurðu fólk sem vill hýsa þig frítt, bjóða þér í mat eða sýna þér borgina. „Ég vil meina að þetta sé eina alvöru leiðin til að ferðast ef maður vill ferðast lengi og eyða sem minnstum pening,“ segir Haukur Sigurðsson sem notar heimasíðuna Hospitalityclub.org grimmt. „Þetta er miklu skemmtilegra en að vera á hótelum eða hostelum og hitta bara einhverja Ameríkana. Bæði endist peningurinn tíu sinnum lengur og svo er þetta líka miklu skemmtilegra. Maður hittir hressa heimamenn og kynnist betur menningunni.“Fólk frá 207 löndumHosptialityclub.org er heimasíða sem fólk getur skráð sig inn á til að útvega sér ókeypis gistingu í heimahúsum um allan heim. Fólk er skráð þar frá 207 löndum þannig að um margt er að velja.Síðan er þannig upp byggð að fólk skráir sig inn og gefur upplýsingar um sjálft sig svo sem aldur, kyn, búsetu og annað. Hvort það er í aðstöðu til að hýsa aðra eða bara bjóða í mat eða kynnisferð um borgina. Eftir innskráninguna getur maður leitað uppi fólk úti um allan heim sem er í sömu hugleiðingum og er tilbúið að opna heimilið sitt fyrir ferðalöngum.Góð reynsla notenda„Ég er búinn að vera skráður þarna í rúm tvö ár og hef notað síðuna mjög mikið. Ég hef gist hjá fólki úti um alla Evrópu og mín reynsla af þessu er eingöngu jákvæð.“Haukur hefur hitt marga sem nota þessa heimasíðu, bæði stelpur og stráka, og enginn þeirra hefur slæma sögu að segja.Haukur hefur þó lent á nokkrum furðufuglum á ferðum sínum. „Það er stundum eitthvað sem er pínlegt á meðan á því stendur en verður svo góð saga eftir á. Í versta falli býr maður bara til afsökun til að fara næsta dag og finnur sér nýjan gestgjafa.“Þægindin mega bíða.Flestir notenda síðunnar eru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára en þó er fólk þarna allt frá unglingum til eldri borgara.Þegar Haukur er búinn að ákveða áfangastað fer hann á síðuna og skoði „prófíla“ fólksins í viðkomandi bæ eða borg og finni fólk sem honum líst á. Þá sendir hann nokkrum póst og fær nær alltaf jákvætt svar frá einhverjum þeirra. „Þetta er sjaldnast nein fimm stjörnu gisting, heldur yfirleitt pláss í stofusófa eða dýna á gólfi. En það er bara fínt, ég þarf ekki þægindi fyrr en ég verð orðinn gamall.“ segir Haukur að lokum. Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira
Það er sama hvert þig langar að fara. Til Tansaníu, Tælands eða Tyrklands, já eða bara í helgarferð til New York, á heimasíðunni Hospitalityclub.org finnurðu fólk sem vill hýsa þig frítt, bjóða þér í mat eða sýna þér borgina. „Ég vil meina að þetta sé eina alvöru leiðin til að ferðast ef maður vill ferðast lengi og eyða sem minnstum pening,“ segir Haukur Sigurðsson sem notar heimasíðuna Hospitalityclub.org grimmt. „Þetta er miklu skemmtilegra en að vera á hótelum eða hostelum og hitta bara einhverja Ameríkana. Bæði endist peningurinn tíu sinnum lengur og svo er þetta líka miklu skemmtilegra. Maður hittir hressa heimamenn og kynnist betur menningunni.“Fólk frá 207 löndumHosptialityclub.org er heimasíða sem fólk getur skráð sig inn á til að útvega sér ókeypis gistingu í heimahúsum um allan heim. Fólk er skráð þar frá 207 löndum þannig að um margt er að velja.Síðan er þannig upp byggð að fólk skráir sig inn og gefur upplýsingar um sjálft sig svo sem aldur, kyn, búsetu og annað. Hvort það er í aðstöðu til að hýsa aðra eða bara bjóða í mat eða kynnisferð um borgina. Eftir innskráninguna getur maður leitað uppi fólk úti um allan heim sem er í sömu hugleiðingum og er tilbúið að opna heimilið sitt fyrir ferðalöngum.Góð reynsla notenda„Ég er búinn að vera skráður þarna í rúm tvö ár og hef notað síðuna mjög mikið. Ég hef gist hjá fólki úti um alla Evrópu og mín reynsla af þessu er eingöngu jákvæð.“Haukur hefur hitt marga sem nota þessa heimasíðu, bæði stelpur og stráka, og enginn þeirra hefur slæma sögu að segja.Haukur hefur þó lent á nokkrum furðufuglum á ferðum sínum. „Það er stundum eitthvað sem er pínlegt á meðan á því stendur en verður svo góð saga eftir á. Í versta falli býr maður bara til afsökun til að fara næsta dag og finnur sér nýjan gestgjafa.“Þægindin mega bíða.Flestir notenda síðunnar eru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára en þó er fólk þarna allt frá unglingum til eldri borgara.Þegar Haukur er búinn að ákveða áfangastað fer hann á síðuna og skoði „prófíla“ fólksins í viðkomandi bæ eða borg og finni fólk sem honum líst á. Þá sendir hann nokkrum póst og fær nær alltaf jákvætt svar frá einhverjum þeirra. „Þetta er sjaldnast nein fimm stjörnu gisting, heldur yfirleitt pláss í stofusófa eða dýna á gólfi. En það er bara fínt, ég þarf ekki þægindi fyrr en ég verð orðinn gamall.“ segir Haukur að lokum.
Mest lesið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Auður segir skilið við Gímaldið Menning Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Lífið Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Lífið Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Lífið Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fleiri fréttir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Sjá meira