Frí gisting um allan heim 10. júní 2007 11:00 Haukur Sigurðsson notar heimasíðuna hospitality club til að spara pening og kynnast heimamönnum á ferðalögum. Það er sama hvert þig langar að fara. Til Tansaníu, Tælands eða Tyrklands, já eða bara í helgarferð til New York, á heimasíðunni Hospitalityclub.org finnurðu fólk sem vill hýsa þig frítt, bjóða þér í mat eða sýna þér borgina. „Ég vil meina að þetta sé eina alvöru leiðin til að ferðast ef maður vill ferðast lengi og eyða sem minnstum pening,“ segir Haukur Sigurðsson sem notar heimasíðuna Hospitalityclub.org grimmt. „Þetta er miklu skemmtilegra en að vera á hótelum eða hostelum og hitta bara einhverja Ameríkana. Bæði endist peningurinn tíu sinnum lengur og svo er þetta líka miklu skemmtilegra. Maður hittir hressa heimamenn og kynnist betur menningunni.“Fólk frá 207 löndumHosptialityclub.org er heimasíða sem fólk getur skráð sig inn á til að útvega sér ókeypis gistingu í heimahúsum um allan heim. Fólk er skráð þar frá 207 löndum þannig að um margt er að velja.Síðan er þannig upp byggð að fólk skráir sig inn og gefur upplýsingar um sjálft sig svo sem aldur, kyn, búsetu og annað. Hvort það er í aðstöðu til að hýsa aðra eða bara bjóða í mat eða kynnisferð um borgina. Eftir innskráninguna getur maður leitað uppi fólk úti um allan heim sem er í sömu hugleiðingum og er tilbúið að opna heimilið sitt fyrir ferðalöngum.Góð reynsla notenda„Ég er búinn að vera skráður þarna í rúm tvö ár og hef notað síðuna mjög mikið. Ég hef gist hjá fólki úti um alla Evrópu og mín reynsla af þessu er eingöngu jákvæð.“Haukur hefur hitt marga sem nota þessa heimasíðu, bæði stelpur og stráka, og enginn þeirra hefur slæma sögu að segja.Haukur hefur þó lent á nokkrum furðufuglum á ferðum sínum. „Það er stundum eitthvað sem er pínlegt á meðan á því stendur en verður svo góð saga eftir á. Í versta falli býr maður bara til afsökun til að fara næsta dag og finnur sér nýjan gestgjafa.“Þægindin mega bíða.Flestir notenda síðunnar eru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára en þó er fólk þarna allt frá unglingum til eldri borgara.Þegar Haukur er búinn að ákveða áfangastað fer hann á síðuna og skoði „prófíla“ fólksins í viðkomandi bæ eða borg og finni fólk sem honum líst á. Þá sendir hann nokkrum póst og fær nær alltaf jákvætt svar frá einhverjum þeirra. „Þetta er sjaldnast nein fimm stjörnu gisting, heldur yfirleitt pláss í stofusófa eða dýna á gólfi. En það er bara fínt, ég þarf ekki þægindi fyrr en ég verð orðinn gamall.“ segir Haukur að lokum. Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ Sjá meira
Það er sama hvert þig langar að fara. Til Tansaníu, Tælands eða Tyrklands, já eða bara í helgarferð til New York, á heimasíðunni Hospitalityclub.org finnurðu fólk sem vill hýsa þig frítt, bjóða þér í mat eða sýna þér borgina. „Ég vil meina að þetta sé eina alvöru leiðin til að ferðast ef maður vill ferðast lengi og eyða sem minnstum pening,“ segir Haukur Sigurðsson sem notar heimasíðuna Hospitalityclub.org grimmt. „Þetta er miklu skemmtilegra en að vera á hótelum eða hostelum og hitta bara einhverja Ameríkana. Bæði endist peningurinn tíu sinnum lengur og svo er þetta líka miklu skemmtilegra. Maður hittir hressa heimamenn og kynnist betur menningunni.“Fólk frá 207 löndumHosptialityclub.org er heimasíða sem fólk getur skráð sig inn á til að útvega sér ókeypis gistingu í heimahúsum um allan heim. Fólk er skráð þar frá 207 löndum þannig að um margt er að velja.Síðan er þannig upp byggð að fólk skráir sig inn og gefur upplýsingar um sjálft sig svo sem aldur, kyn, búsetu og annað. Hvort það er í aðstöðu til að hýsa aðra eða bara bjóða í mat eða kynnisferð um borgina. Eftir innskráninguna getur maður leitað uppi fólk úti um allan heim sem er í sömu hugleiðingum og er tilbúið að opna heimilið sitt fyrir ferðalöngum.Góð reynsla notenda„Ég er búinn að vera skráður þarna í rúm tvö ár og hef notað síðuna mjög mikið. Ég hef gist hjá fólki úti um alla Evrópu og mín reynsla af þessu er eingöngu jákvæð.“Haukur hefur hitt marga sem nota þessa heimasíðu, bæði stelpur og stráka, og enginn þeirra hefur slæma sögu að segja.Haukur hefur þó lent á nokkrum furðufuglum á ferðum sínum. „Það er stundum eitthvað sem er pínlegt á meðan á því stendur en verður svo góð saga eftir á. Í versta falli býr maður bara til afsökun til að fara næsta dag og finnur sér nýjan gestgjafa.“Þægindin mega bíða.Flestir notenda síðunnar eru á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára en þó er fólk þarna allt frá unglingum til eldri borgara.Þegar Haukur er búinn að ákveða áfangastað fer hann á síðuna og skoði „prófíla“ fólksins í viðkomandi bæ eða borg og finni fólk sem honum líst á. Þá sendir hann nokkrum póst og fær nær alltaf jákvætt svar frá einhverjum þeirra. „Þetta er sjaldnast nein fimm stjörnu gisting, heldur yfirleitt pláss í stofusófa eða dýna á gólfi. En það er bara fínt, ég þarf ekki þægindi fyrr en ég verð orðinn gamall.“ segir Haukur að lokum.
Mest lesið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Fleiri fréttir Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ Sjá meira