Lífið

Wahlberg æfir stíft fyrir boxmynd

Eins og sjá má eru upphandleggir kappans orðnir ansi sverir
Eins og sjá má eru upphandleggir kappans orðnir ansi sverir MYND/Getty

Leikarinn Mark Wahlberg tekur væntanlegt hlutverk sitt í myndinni The Fighter það alvarlega að hann vaknar klukkan fjögur á morgnanna til að vera mættur í ræktina þegar hún opnar klukkan fimm.

Hann hefur stundað líkasmræktina af krafti síðastliðið ár en þó eru enn átta mánuðir í að tökur hefjist. Wahlberg ætti því að vera kominn í toppform fyrir þann tíma. Myndin fjallar um boxarann Mickey 'Irish' Ward og ætlar Wahlberg að vera eins sannfærandi og hann getur í hlutverkinu.

Hann er nú við tökur á myndinni The Happening en notar lausan tíma til æfinga. Í samtali við MTV sjónvarpsstöðina segist hann hlaupa, sippa, boxa og horfa á boxmyndbönd. Auk þess hefur hann komið heilum boxhring fyrir á heimili sínu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.