Lífið

Mills og McCartney ræða milljarða skilnaðarsáttmála

Í þá gömlu góðu. McCarney og Mills skildu í mars 2006.
Í þá gömlu góðu. McCarney og Mills skildu í mars 2006. MYND/Getty

Bítillinn Paul McCartney og fyrrverandi eiginkona hans Heather Mills eru sögð ætla á fund hæstaréttardómara næstkomandi fimmtudag til að ganga endanlega frá skilnaði sínum.

Ef samkomulag næst er talið að Mills muni fá um 30 til 50 milljónir punda í sinn hlut eða um fjóra til sex milljarða íslenskra króna. Auk þess mun hún fá meðlagsgreiðslur með hinni þriggja ára gömlu Beatrice. Ef þau á hinn boginn ná ekki samkomulagi hefjast réttarhöld í málinu á næsta ári.

Talið er líklegt að McCartney gangi að kröfum Mills til að forðast opinbera umræðu og óþægilegar ásakanir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.