Innlent

Gagnrýnir lista vegna heimsminjaskrár

Þingmaður Vinstri-grænna telur að Þjórsárver hefðu átt að vera á lista yfir framtíðartilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO sem samþykktur var í ríkisstjórn á föstudag. Þingmaðurinn segir listann sýna að haldið verði áfram með virkjunaráform í neðri hluta Þjórsár. Ekki sé eðlilegt að nefndin sem sér um heimsminjaskrá sé skipuð stjórnmálamönnum en ekki fagaðilum.

Þingvellir eru eini staðurinn hér á landi sem er á heimsminjaskrá UNESCO. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum á föstudaginn tillögu menntamála- og umhverfisráðherra að nýrri yfirlitsskrá yfir fyrirhugaðar tilnefningar Íslands á heimsminjaskrá UNESCO. Á meðal þeirra staða sem eru á listanum er Vatnajökulsþjóðgarður, Mývatn og Breiðafjörður. Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri-grænna, gagnrýnir að Þjórsárver séu ekki á listanum. Hún gagnrýnir jafnframt að þegar skipað var í íslensku heimsminjanefndina í vor hafi ráðherrar verið settir þar inn í stað fagaðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×