Innlent

Fjölmennt tónlistarnámskeið barna

Um eitt hundrað og fimmtíu börn á aldrinum fjögurra til sextán ára taka næstu vikuna þátt í alþjóðlegu tónlistarnámskeiði á vegum íslenska Suzukisambandsins. Börnin koma sum hver erlendis frá til að taka þátt í námskeiðinu en flest eru komin hingað til lands með fjölskyldum sínum. Við setningu námskeiðsins í dag spiluðu nemendurnir og létu ljós sitt skína.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×