Vann myndasögukeppni í Danmörku 24. apríl 2007 10:15 Jón Kristján Kristinsson er búsettur í Danmörku, þar sem hann vinnur nú við að gera teiknimyndir. Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón. Blaðamanni telst til að tæplega fimm hundruð myndasögur hafi borist í keppnina. Sjálfur sendi Jón inn fjórar myndasögur, sem allar fjalla um ævintýri búsáhalda. „Mér datt þetta í hug fyrir svona tveimur árum síðan - að það væri gaman að gefa þeim líf og sjá hvað gerðist," sagði Jón, sem á þeim tíma hefur gert um þrjátíu myndasögur með búsáhöld í aðalhlutverkum. Vinningssagan fjallar til dæmis um brauðrist sem bregður sér í sund, með ónotalegum afleiðingum fyrir aðra sundlaugargesti. Dómnefndina skipuðu nokkrir fremstu myndasöguteiknarar Dana, á borð við Anders Morgenthaler sem teiknar myndasöguna Wulffmorgenthaler ásamt Mikael Wulff. „Verðlaunin eru að maður fær fjórar myndasögur birtar á dr.dk. Ég held að þær verði á forsíðunni, en ég er ekki alveg viss ennþá. Og svo fær maður fimm þúsund kall, danskan," sagði Jón. Jón, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðið eitt og hálft ár með danskri kærustu sinni. ógöngur eldhúsáhalda Myndasagan sem bar sigur úr býtum fjallar um ævintýri brauðristar.MYND/jon k. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær var hann við vinnu á teiknimyndastofu. „Þetta er verkefnavinna, og ég er svona aðstoðarmaður. Ég vinn sem sagt við að gera teiknimyndir," sagði Jón. Hann segist stefna að því að hasla sér völl í myndasögugeiranum. „En svo er ég líka að spá í að fara í háskóla og læra eitthvað aðeins meira leiðinlegt, eitthvað sem myndi gagnast mér í peningamálum." Myndasögurnar úr keppninni má skoða á heimasíðu danska ríkisútvarpsins, Dr.dk. Fleiri hugarfóstur Jóns Kristjáns má hins vegar berja augum á heimasíðu hans, Jonkk.dk. Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira
Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón. Blaðamanni telst til að tæplega fimm hundruð myndasögur hafi borist í keppnina. Sjálfur sendi Jón inn fjórar myndasögur, sem allar fjalla um ævintýri búsáhalda. „Mér datt þetta í hug fyrir svona tveimur árum síðan - að það væri gaman að gefa þeim líf og sjá hvað gerðist," sagði Jón, sem á þeim tíma hefur gert um þrjátíu myndasögur með búsáhöld í aðalhlutverkum. Vinningssagan fjallar til dæmis um brauðrist sem bregður sér í sund, með ónotalegum afleiðingum fyrir aðra sundlaugargesti. Dómnefndina skipuðu nokkrir fremstu myndasöguteiknarar Dana, á borð við Anders Morgenthaler sem teiknar myndasöguna Wulffmorgenthaler ásamt Mikael Wulff. „Verðlaunin eru að maður fær fjórar myndasögur birtar á dr.dk. Ég held að þær verði á forsíðunni, en ég er ekki alveg viss ennþá. Og svo fær maður fimm þúsund kall, danskan," sagði Jón. Jón, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðið eitt og hálft ár með danskri kærustu sinni. ógöngur eldhúsáhalda Myndasagan sem bar sigur úr býtum fjallar um ævintýri brauðristar.MYND/jon k. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær var hann við vinnu á teiknimyndastofu. „Þetta er verkefnavinna, og ég er svona aðstoðarmaður. Ég vinn sem sagt við að gera teiknimyndir," sagði Jón. Hann segist stefna að því að hasla sér völl í myndasögugeiranum. „En svo er ég líka að spá í að fara í háskóla og læra eitthvað aðeins meira leiðinlegt, eitthvað sem myndi gagnast mér í peningamálum." Myndasögurnar úr keppninni má skoða á heimasíðu danska ríkisútvarpsins, Dr.dk. Fleiri hugarfóstur Jóns Kristjáns má hins vegar berja augum á heimasíðu hans, Jonkk.dk.
Mest lesið Walking Dead-leikkona látin Lífið Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Terry Reid látinn Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Sjá meira