Vann myndasögukeppni í Danmörku 24. apríl 2007 10:15 Jón Kristján Kristinsson er búsettur í Danmörku, þar sem hann vinnur nú við að gera teiknimyndir. Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón. Blaðamanni telst til að tæplega fimm hundruð myndasögur hafi borist í keppnina. Sjálfur sendi Jón inn fjórar myndasögur, sem allar fjalla um ævintýri búsáhalda. „Mér datt þetta í hug fyrir svona tveimur árum síðan - að það væri gaman að gefa þeim líf og sjá hvað gerðist," sagði Jón, sem á þeim tíma hefur gert um þrjátíu myndasögur með búsáhöld í aðalhlutverkum. Vinningssagan fjallar til dæmis um brauðrist sem bregður sér í sund, með ónotalegum afleiðingum fyrir aðra sundlaugargesti. Dómnefndina skipuðu nokkrir fremstu myndasöguteiknarar Dana, á borð við Anders Morgenthaler sem teiknar myndasöguna Wulffmorgenthaler ásamt Mikael Wulff. „Verðlaunin eru að maður fær fjórar myndasögur birtar á dr.dk. Ég held að þær verði á forsíðunni, en ég er ekki alveg viss ennþá. Og svo fær maður fimm þúsund kall, danskan," sagði Jón. Jón, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðið eitt og hálft ár með danskri kærustu sinni. ógöngur eldhúsáhalda Myndasagan sem bar sigur úr býtum fjallar um ævintýri brauðristar.MYND/jon k. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær var hann við vinnu á teiknimyndastofu. „Þetta er verkefnavinna, og ég er svona aðstoðarmaður. Ég vinn sem sagt við að gera teiknimyndir," sagði Jón. Hann segist stefna að því að hasla sér völl í myndasögugeiranum. „En svo er ég líka að spá í að fara í háskóla og læra eitthvað aðeins meira leiðinlegt, eitthvað sem myndi gagnast mér í peningamálum." Myndasögurnar úr keppninni má skoða á heimasíðu danska ríkisútvarpsins, Dr.dk. Fleiri hugarfóstur Jóns Kristjáns má hins vegar berja augum á heimasíðu hans, Jonkk.dk. Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Jón Kristján Kristinsson er einn þriggja sigurvegara í myndasögukeppni ríkisútvarpsins í Danmörku, eða Danmarks Radio. „Fólk gat kosið uppáhaldsmyndasöguna sína á heimasíðunni. Þeir sem lentu í topp tíu fór svo fyrir dómnefnd," útskýrir Jón. Blaðamanni telst til að tæplega fimm hundruð myndasögur hafi borist í keppnina. Sjálfur sendi Jón inn fjórar myndasögur, sem allar fjalla um ævintýri búsáhalda. „Mér datt þetta í hug fyrir svona tveimur árum síðan - að það væri gaman að gefa þeim líf og sjá hvað gerðist," sagði Jón, sem á þeim tíma hefur gert um þrjátíu myndasögur með búsáhöld í aðalhlutverkum. Vinningssagan fjallar til dæmis um brauðrist sem bregður sér í sund, með ónotalegum afleiðingum fyrir aðra sundlaugargesti. Dómnefndina skipuðu nokkrir fremstu myndasöguteiknarar Dana, á borð við Anders Morgenthaler sem teiknar myndasöguna Wulffmorgenthaler ásamt Mikael Wulff. „Verðlaunin eru að maður fær fjórar myndasögur birtar á dr.dk. Ég held að þær verði á forsíðunni, en ég er ekki alveg viss ennþá. Og svo fær maður fimm þúsund kall, danskan," sagði Jón. Jón, sem er á tuttugasta og öðru aldursári, hefur verið búsettur í Danmörku síðastliðið eitt og hálft ár með danskri kærustu sinni. ógöngur eldhúsáhalda Myndasagan sem bar sigur úr býtum fjallar um ævintýri brauðristar.MYND/jon k. Þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær var hann við vinnu á teiknimyndastofu. „Þetta er verkefnavinna, og ég er svona aðstoðarmaður. Ég vinn sem sagt við að gera teiknimyndir," sagði Jón. Hann segist stefna að því að hasla sér völl í myndasögugeiranum. „En svo er ég líka að spá í að fara í háskóla og læra eitthvað aðeins meira leiðinlegt, eitthvað sem myndi gagnast mér í peningamálum." Myndasögurnar úr keppninni má skoða á heimasíðu danska ríkisútvarpsins, Dr.dk. Fleiri hugarfóstur Jóns Kristjáns má hins vegar berja augum á heimasíðu hans, Jonkk.dk.
Mest lesið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira