Lífið

Rekinn úr Spaugstofunni ráðinn í Þjóðleikhúsráð

MYND/365

Leikarinn góðkunni Randver Þorláksson verður ekki með í Spaugstofunni framvegis. Sú ákvörðun var tekin af forsvarsmönnum RÚV í sumar.

Karl Ágúst Úlfsson segist mjög ósáttur við ákvörðunina og segir þá Spaugstofumenn ekki hafa komið nálægt henni. Hann segir Þórhall Gunnarsson, dagskrárstjóra innlends efnis á RÚV, hafa tekið ákvörðunina. "Okkur þykir þetta mjög leitt en þetta er eitthvað sem við ráðum ekki við. Við eigum eftir að sakna Randvers mikið en munum þó halda ótrauðir áfram og reyna að gera það besta úr málinu."

Þórhallur Gunnarsson segist ekkert vilja tjá sig um starfslok Randvers. Hann segir að ákvörðun um ýmsar breytingar á Spaugstofunni hafi verið tekin og munu þau Hilmir Snær Guðnason, Edda Björg Eyjólfsdóttir og Sigrún Edda Björnsdóttir öll koma við sögu í nýju þáttunum. Hann segir þó að Spaugstofumennirnir verði áfram þungamiðjan.

Það er þó huggun harmi gegn fyrir Randver að menntamálaráðherra var að ljúka við að skipa hann í Þjóðleikhúsráð og stendur skipunin frá 15. september 2007 til 14. september 2011.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.