Lífið

Opin æfing með Gæðablóði á Sportbarnum

Magnús Einarsson einn þeirra sem halda opna æfingu á Sportbarnum.
Magnús Einarsson einn þeirra sem halda opna æfingu á Sportbarnum.

Tónlistarmennirnir Tómas Tómasson úr Stuðmönnum, Kormákur Bragason úr South River Band og Magnús Einarsson úr Sviðin Jörð ætla að halda opna tónlistaræfingu á Sportbarnum við Hverfisgötu á morgun fimmtudag. Hefst æfingin kl. 16.30 og er öllum sem vilja boðið að djamma með. Hefur æfingin hlotið heitið Gæðablóð.

Kormákur Bragason segir að ekkert ákveðið prógramm verði í gangi hjá þeim félögum..."heldur verður þetta svona mest spuni leikinn af fingrum fram enda höfum við aldrei spilað saman," eins og hann orðar það.

Aðspurður um afhverju æfingin hefjist svona snemma segir Kormákur það sennilega sökum þess hve feimnir þeir séu. Kormákur mun leika á gítar, Tómas á bassa og Magnús á gítar og kannski mandólín eftir því hvernig stemmingin er í salnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.