Lífið

Sýningin Daagblaðið Víísir 1960-2000 opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur

Ódauðlegt augnablik með Hemma Gunn
Ódauðlegt augnablik með Hemma Gunn

Ljósmyndasýning sem ber yfirskriftina Daagblaðið Víísir! 1960-2000 opnar í Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 15. september næstkomandi klukkan 16. Heiti sýningarinnar er bein tilvísun í óm blaðasalanna sem lengi þóttu órjúfanlegur hluti borgarbragsins.

Fréttaljósmyndun er „blaðamennska með annað áhald í höndunum heldur en penna", segir Gunnar V. Andrésson fréttaljósmyndari til 40 ára, og vísar þar til starfs fréttaljósmyndarans sem leitast við að fanga fréttnæm augnablik sem síðan birtast á síðum dagblaðanna í formi myndrænna frásagna.

Á sýningunni verður fjöldi mynda af vettvangi íslensk þjóðlífs og gefa þær mynd af samfélaginu sem þær eru sprottnar úr. Allar myndirnar koma úr blaðaljósmyndasafni 365 miðla sem Ljósmyndasafn Reykjavíkur tók við til varðveislu sumarið 2006. Í safninu eru ljósmyndir og filmur frá síðdegisblöðunum Vísi (1961 - 1981), Dagblaðinu (1975 - 1981) og DV (1981 - 2002). Einnig eru í safninu pappírskópíur blaðanna frá sama tímabili ásamt filmum frá fyrsta starfsári Fréttablaðsins (2001-2002).






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.