Innlent

Stóru símafélögin hafa samið við RHnet vegna truflunar á netsambandi

Útlit var um tíma fyrir að þeir aðilar sem tengdir eru RHnetinu yrðu án fjarskiptasambands á viðgerðartímanum.
Útlit var um tíma fyrir að þeir aðilar sem tengdir eru RHnetinu yrðu án fjarskiptasambands á viðgerðartímanum.
RHnet hefur samið við Símann um netsamband um Farice sæstrenginn á meðan á viðgerð á CANTAT-3 sæstrengnum stendur. Um er að ræða 100 mb/s. Fyrr í dag var sagt frá því að RHnet hefði samið við Vodafone um netsamband um sæstrenginn á meðan á viðgerð á strengnum stendur. Ljóst er því að truflanir á netsambandi hjá RHneti verða óverulegar en talið er að viðgerð taki um tíu daga. Útlit var um tíma fyrir að þeir aðilar sem tengdir eru RHnetinu yrðu án fjarskiptasambands á viðgerðartímanum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×