Stjórnin vildi skýrari línur milli Baugs og Gaums 27. febrúar 2007 16:31 Frá réttarhöldunum. MYND/Lillý Hans C. Hustad, stjórnarmaður í Baugi, sagði umræður hafa farið fram í stjórn Baugs vorið 2002 um að draga þyrfti skýrari línur milli Baugs og Gaums. Hann vissi af lánveitingum til Gaums en þekkti þær þó ekki í smáatriðum enda hans mat að reksturinn ætti að vera í höndum stjórnenda fyrirtækisins. Hans kom inn í stjórnina árið 1999 þegar Reithan samsteypan í Noregi keypti 20% hlut í Baugi. Hans var yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagði Gaum í mörgum tilvikum hafa farið á undan Baugi í áhættufjárfestingar og Baug hafa hagnast af því. Þannig hafi Gaumur að ákveðnu leyti axlað viðskiptalega áhættu fyrir Baug. Hans sagðist hafa verið kunnugt um kaupréttarákvæði í samningum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Óskars Magnússonar en þó ekki fyrr en eftir að hann kom inn í stjórnina. Hann mundi þó ekki nákvæmlega hvaða ár það hafi verið. Unnur Sigurðardóttir kom á eftir Hans fyrir réttinn í morgun. Unnur var ritari framkvæmdastjórnar Baugs á árunum 1998 til 2002. Unnur starfaði einnig fyrir Gaum á þessum tíma. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, mætti svo eftir hádegi í Héraðsdóm. Kristín tók við starfi framkvæmdastjóra fjárfestingarfélagsins Gaums haustið 1999. Stærstu eignir Gaums voru þá eignarhlutur í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og í Baugi. Hún sagði Gaum hafa greitt visareikninga fyrir Jón Gerald Sullenberger sem voru tilkomnir vegna reksturs Thee Viking. Hún sagði ljóst að Gaumur hefði átt að fá eignarhlut í bátnum vegna þátttöku í kaupunum en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í þeim styr sem var um hann. Jóhannes Jónsson, faðir hennar, og Jón Ásgeir hefðu séð um bátamálin. Yfirheyrslum lauk um þrjú leytið eða klukkutíma á undan áætlun. Arngrímur Ísberg, dómari í málinu, skaut því þó að settum ríkissaksóknara að engin inneign myndaðist á viðskiptareikningi setts ríkissaksóknara við það. Á morgun mæta þau Linda Jóhannsdóttir og Þórður Bogason í yfirheyrslur. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Hans C. Hustad, stjórnarmaður í Baugi, sagði umræður hafa farið fram í stjórn Baugs vorið 2002 um að draga þyrfti skýrari línur milli Baugs og Gaums. Hann vissi af lánveitingum til Gaums en þekkti þær þó ekki í smáatriðum enda hans mat að reksturinn ætti að vera í höndum stjórnenda fyrirtækisins. Hans kom inn í stjórnina árið 1999 þegar Reithan samsteypan í Noregi keypti 20% hlut í Baugi. Hans var yfirheyrður í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann sagði Gaum í mörgum tilvikum hafa farið á undan Baugi í áhættufjárfestingar og Baug hafa hagnast af því. Þannig hafi Gaumur að ákveðnu leyti axlað viðskiptalega áhættu fyrir Baug. Hans sagðist hafa verið kunnugt um kaupréttarákvæði í samningum þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Óskars Magnússonar en þó ekki fyrr en eftir að hann kom inn í stjórnina. Hann mundi þó ekki nákvæmlega hvaða ár það hafi verið. Unnur Sigurðardóttir kom á eftir Hans fyrir réttinn í morgun. Unnur var ritari framkvæmdastjórnar Baugs á árunum 1998 til 2002. Unnur starfaði einnig fyrir Gaum á þessum tíma. Kristín Jóhannesdóttir, systir Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, mætti svo eftir hádegi í Héraðsdóm. Kristín tók við starfi framkvæmdastjóra fjárfestingarfélagsins Gaums haustið 1999. Stærstu eignir Gaums voru þá eignarhlutur í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og í Baugi. Hún sagði Gaum hafa greitt visareikninga fyrir Jón Gerald Sullenberger sem voru tilkomnir vegna reksturs Thee Viking. Hún sagði ljóst að Gaumur hefði átt að fá eignarhlut í bátnum vegna þátttöku í kaupunum en hún hafi sjálf ekki tekið þátt í þeim styr sem var um hann. Jóhannes Jónsson, faðir hennar, og Jón Ásgeir hefðu séð um bátamálin. Yfirheyrslum lauk um þrjú leytið eða klukkutíma á undan áætlun. Arngrímur Ísberg, dómari í málinu, skaut því þó að settum ríkissaksóknara að engin inneign myndaðist á viðskiptareikningi setts ríkissaksóknara við það. Á morgun mæta þau Linda Jóhannsdóttir og Þórður Bogason í yfirheyrslur.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent