Mæðginin taka glöð á móti gestum 13. maí 2007 10:30 Rúna tekur sig vel út við kaffivélina sem hún fékk að láni hjá Kaffitár. MYND/BB.is Miðborg Reykjavíkur er þekkt fyrir urmulinn allan af kaffihúsum en eitthvað minna hefur farið fyrir þeim á landsbyggðinni. Nú hefur Rúna Esradóttir opnað fyrsta kaffihúsið á Súðavík í félagsheimilinu og það er allt brjálað að gera. „Ég er að fara kenna í haust og er nýkomin úr barneignarleyfi þannig að mig vantaði eitthvað að gera í sumar,“ segir Rúna Esradóttir. Hún var í óða önn að gera allt klárt fyrir opnun dagsins og sagðist vera bæði stressuð og spennt yfir því hvernig þetta allt ætti eftir að ganga þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Rúna nýtur liðsinnis frá Kaffitár og fær kaffi frá versluninni auk sérstakrar kaffivélar. Þá hyggst hún bjóða uppá lummur og döðlubrauð sem hún bakar sjálf og er að eigin sögn alveg rosalega gott með smjöri. Þar að auki verður boðið uppá flatkökur og sígilda súkkulaðiköku þótt kaffið verði að sjálfsögðu í aðalhlutverki. „Við notumst við það besta úr kaffibauninni og ég er að reyna finna hinn fullkomna espressobolla. Þetta snýst ekki bara um kveikja á kaffivélinni heldur eru þetta einhvers konar trúarbrögð,“ segir Rúna sem verður þó ekki ein í afgreiðslunni því hún nýtur liðsinnis sonar síns Eldars. „Hann mun blikka viðskiptavinina þegar svo á við úr barnavagninum,“ segir Rúna. Kaffihúsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Súðavík en í bænum má finna veitingastaðinn Jóa Indíafara sem sér um „hefðbundin“ skyndibitamat á borð við hamborgara og pylsur. Og Rúna hyggst ekki bara bjóða uppá kökur og kaffi því hún er að undirbúa sögusýningu um Súðavík sem verður varpað uppá veggi þess með þar til gerðum myndvarpa. „Og ef ekkert verður að gera og það verður drepleiðinlegt hérna fer ég sennilega útí það að hanna heimasíðu,“ bætir Rúna við. Heimatökin ættu síðan að vera hæg hjá Rúnu ef það skyldi vanta tónlistaratriði en hún er unnusta tónlistarmannsins Arnar Elíasar Guðmundssonar, betur þekktan sem Mugison. „Hann fer nú samt eiginlega bara á sjó þegar platan kemur út, verður bara ekkert heima. En hann mun hjálpa til þegar tími gefst,“ útskýrir Rúna. „Enda er honum varla stætt á öðru,“ segir hún í gríni og skellihlær, bætir því síðan við að fjöldi fólks hafi haft samband við hana og boðist til að leggja henni lið þegar fram líða stundir. Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira
Miðborg Reykjavíkur er þekkt fyrir urmulinn allan af kaffihúsum en eitthvað minna hefur farið fyrir þeim á landsbyggðinni. Nú hefur Rúna Esradóttir opnað fyrsta kaffihúsið á Súðavík í félagsheimilinu og það er allt brjálað að gera. „Ég er að fara kenna í haust og er nýkomin úr barneignarleyfi þannig að mig vantaði eitthvað að gera í sumar,“ segir Rúna Esradóttir. Hún var í óða önn að gera allt klárt fyrir opnun dagsins og sagðist vera bæði stressuð og spennt yfir því hvernig þetta allt ætti eftir að ganga þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Rúna nýtur liðsinnis frá Kaffitár og fær kaffi frá versluninni auk sérstakrar kaffivélar. Þá hyggst hún bjóða uppá lummur og döðlubrauð sem hún bakar sjálf og er að eigin sögn alveg rosalega gott með smjöri. Þar að auki verður boðið uppá flatkökur og sígilda súkkulaðiköku þótt kaffið verði að sjálfsögðu í aðalhlutverki. „Við notumst við það besta úr kaffibauninni og ég er að reyna finna hinn fullkomna espressobolla. Þetta snýst ekki bara um kveikja á kaffivélinni heldur eru þetta einhvers konar trúarbrögð,“ segir Rúna sem verður þó ekki ein í afgreiðslunni því hún nýtur liðsinnis sonar síns Eldars. „Hann mun blikka viðskiptavinina þegar svo á við úr barnavagninum,“ segir Rúna. Kaffihúsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Súðavík en í bænum má finna veitingastaðinn Jóa Indíafara sem sér um „hefðbundin“ skyndibitamat á borð við hamborgara og pylsur. Og Rúna hyggst ekki bara bjóða uppá kökur og kaffi því hún er að undirbúa sögusýningu um Súðavík sem verður varpað uppá veggi þess með þar til gerðum myndvarpa. „Og ef ekkert verður að gera og það verður drepleiðinlegt hérna fer ég sennilega útí það að hanna heimasíðu,“ bætir Rúna við. Heimatökin ættu síðan að vera hæg hjá Rúnu ef það skyldi vanta tónlistaratriði en hún er unnusta tónlistarmannsins Arnar Elíasar Guðmundssonar, betur þekktan sem Mugison. „Hann fer nú samt eiginlega bara á sjó þegar platan kemur út, verður bara ekkert heima. En hann mun hjálpa til þegar tími gefst,“ útskýrir Rúna. „Enda er honum varla stætt á öðru,“ segir hún í gríni og skellihlær, bætir því síðan við að fjöldi fólks hafi haft samband við hana og boðist til að leggja henni lið þegar fram líða stundir.
Mest lesið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Nivea og gott dekur yngir þig upp - taktu þátt í leik Lífið kynningar Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Sjá meira