Mæðginin taka glöð á móti gestum 13. maí 2007 10:30 Rúna tekur sig vel út við kaffivélina sem hún fékk að láni hjá Kaffitár. MYND/BB.is Miðborg Reykjavíkur er þekkt fyrir urmulinn allan af kaffihúsum en eitthvað minna hefur farið fyrir þeim á landsbyggðinni. Nú hefur Rúna Esradóttir opnað fyrsta kaffihúsið á Súðavík í félagsheimilinu og það er allt brjálað að gera. „Ég er að fara kenna í haust og er nýkomin úr barneignarleyfi þannig að mig vantaði eitthvað að gera í sumar,“ segir Rúna Esradóttir. Hún var í óða önn að gera allt klárt fyrir opnun dagsins og sagðist vera bæði stressuð og spennt yfir því hvernig þetta allt ætti eftir að ganga þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Rúna nýtur liðsinnis frá Kaffitár og fær kaffi frá versluninni auk sérstakrar kaffivélar. Þá hyggst hún bjóða uppá lummur og döðlubrauð sem hún bakar sjálf og er að eigin sögn alveg rosalega gott með smjöri. Þar að auki verður boðið uppá flatkökur og sígilda súkkulaðiköku þótt kaffið verði að sjálfsögðu í aðalhlutverki. „Við notumst við það besta úr kaffibauninni og ég er að reyna finna hinn fullkomna espressobolla. Þetta snýst ekki bara um kveikja á kaffivélinni heldur eru þetta einhvers konar trúarbrögð,“ segir Rúna sem verður þó ekki ein í afgreiðslunni því hún nýtur liðsinnis sonar síns Eldars. „Hann mun blikka viðskiptavinina þegar svo á við úr barnavagninum,“ segir Rúna. Kaffihúsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Súðavík en í bænum má finna veitingastaðinn Jóa Indíafara sem sér um „hefðbundin“ skyndibitamat á borð við hamborgara og pylsur. Og Rúna hyggst ekki bara bjóða uppá kökur og kaffi því hún er að undirbúa sögusýningu um Súðavík sem verður varpað uppá veggi þess með þar til gerðum myndvarpa. „Og ef ekkert verður að gera og það verður drepleiðinlegt hérna fer ég sennilega útí það að hanna heimasíðu,“ bætir Rúna við. Heimatökin ættu síðan að vera hæg hjá Rúnu ef það skyldi vanta tónlistaratriði en hún er unnusta tónlistarmannsins Arnar Elíasar Guðmundssonar, betur þekktan sem Mugison. „Hann fer nú samt eiginlega bara á sjó þegar platan kemur út, verður bara ekkert heima. En hann mun hjálpa til þegar tími gefst,“ útskýrir Rúna. „Enda er honum varla stætt á öðru,“ segir hún í gríni og skellihlær, bætir því síðan við að fjöldi fólks hafi haft samband við hana og boðist til að leggja henni lið þegar fram líða stundir. Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira
Miðborg Reykjavíkur er þekkt fyrir urmulinn allan af kaffihúsum en eitthvað minna hefur farið fyrir þeim á landsbyggðinni. Nú hefur Rúna Esradóttir opnað fyrsta kaffihúsið á Súðavík í félagsheimilinu og það er allt brjálað að gera. „Ég er að fara kenna í haust og er nýkomin úr barneignarleyfi þannig að mig vantaði eitthvað að gera í sumar,“ segir Rúna Esradóttir. Hún var í óða önn að gera allt klárt fyrir opnun dagsins og sagðist vera bæði stressuð og spennt yfir því hvernig þetta allt ætti eftir að ganga þegar Fréttablaðið náði tali af henni. Rúna nýtur liðsinnis frá Kaffitár og fær kaffi frá versluninni auk sérstakrar kaffivélar. Þá hyggst hún bjóða uppá lummur og döðlubrauð sem hún bakar sjálf og er að eigin sögn alveg rosalega gott með smjöri. Þar að auki verður boðið uppá flatkökur og sígilda súkkulaðiköku þótt kaffið verði að sjálfsögðu í aðalhlutverki. „Við notumst við það besta úr kaffibauninni og ég er að reyna finna hinn fullkomna espressobolla. Þetta snýst ekki bara um kveikja á kaffivélinni heldur eru þetta einhvers konar trúarbrögð,“ segir Rúna sem verður þó ekki ein í afgreiðslunni því hún nýtur liðsinnis sonar síns Eldars. „Hann mun blikka viðskiptavinina þegar svo á við úr barnavagninum,“ segir Rúna. Kaffihúsið er hið fyrsta sinnar tegundar á Súðavík en í bænum má finna veitingastaðinn Jóa Indíafara sem sér um „hefðbundin“ skyndibitamat á borð við hamborgara og pylsur. Og Rúna hyggst ekki bara bjóða uppá kökur og kaffi því hún er að undirbúa sögusýningu um Súðavík sem verður varpað uppá veggi þess með þar til gerðum myndvarpa. „Og ef ekkert verður að gera og það verður drepleiðinlegt hérna fer ég sennilega útí það að hanna heimasíðu,“ bætir Rúna við. Heimatökin ættu síðan að vera hæg hjá Rúnu ef það skyldi vanta tónlistaratriði en hún er unnusta tónlistarmannsins Arnar Elíasar Guðmundssonar, betur þekktan sem Mugison. „Hann fer nú samt eiginlega bara á sjó þegar platan kemur út, verður bara ekkert heima. En hann mun hjálpa til þegar tími gefst,“ útskýrir Rúna. „Enda er honum varla stætt á öðru,“ segir hún í gríni og skellihlær, bætir því síðan við að fjöldi fólks hafi haft samband við hana og boðist til að leggja henni lið þegar fram líða stundir.
Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Gamli er (ekki) alveg með'etta Gagnrýni Bieber gefur út óvænta plötu Lífið Pfúff: Fjölskyldufrí og systkinin endalaust að rífast Áskorun Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Fleiri fréttir Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Sjá meira