Bauð Robbie Williams upp á ís 13. maí 2007 12:00 Sigurður Pétursson bauð Robbie Williams upp á ís án þess að vita hver hann væri. Í staðinn bauð poppstjarnan honum og konu hans á tónleika með sér. Þessi mynd er tekin á tónleikunum. „Þeir voru bara með sænska peninga og kreditkort sem ekki voru tekin gild þarna. Robbie var svo byrjaður að borða ísinn sinn svo ég ákvað bara að flýta fyrir og bauðst til að borga fyrir þá,“ segir Sigurður Ágúst Pétursson rafmagnsiðnfræðingur. Sigurður lenti í þeim undarlegu aðstæðum fyrir skemmstu að bjóða bresku poppstjörnunni Robbie Williams upp á ís þar sem þeir voru báðir staddir á vídeóleigu í Kaupmannahöfn. Málavextir voru þeir að Sigurður sat á kaffihúsi og skaust yfir á vídeóleigu í nágrenninu til að kaupa sér sígarettur. Þar voru fyrir fjórir breskir karlmenn sem voru ekki með danska peninga til að greiða fyrir ís sem þeir höfðu keypt sér og bresk kreditkort þeirra voru ekki tekin gild. Í stað þess að bíða eftir að þeir hlypu út í hraðbanka ákvað Sigurður að borga fyrir þá. „Já, hann var eitthvað fljótur á sér að byrja á ísnum. Ég bauðst bara til að borga svo ég kæmist strax aftur á kaffihúsið,“ segir Sigurður sem fattaði ekki í fyrstu hvern hann hafði verið að borga fyrir. „Það tók mig nú smá tíma að kveikja á því að þetta væri hann, það voru eiginlega tattúin sem komu upp um hann,“ segir Sigurður um kynni sín af Robbie. Eftir að Sigurður kom út úr vídeóleigunni kölluðu mennirnir á hann og buðu honum að setjast inn í bíl sín. Robbie í öllu sínu veldi Þessi ágæti herramaður var ánægður með Sigurð Ágúst og bauð honum og konu hans á tónleika með sér. „Við röbbuðum aðeins saman og svo bauð hann mér og konunni á tónleika sem hann var að fara að halda nokkrum dögum seinna. Þar vorum við sett í VIP-stúkuna og skemmtum okkur vel,“ segir Sigurður sem segist ekki hafa getað talist til aðdáenda Robbie Williams. Að minnsta kosti ekki þangað til þetta gerðist. Danskir fjölmiðlar sýndu þessum atburði talsverðan áhuga og fjölluðu um þennan miskunnsama samverja sem kom Robbie til bjargar. Í umfjöllun þeirra kom þó ætíð fram að um danskan karlmann hefði verið að ræða og Sigurður var sáttur við það. „Ég hef engan áhuga á því að trana mér fram svo ég var ekkert að leiðrétta það,“ segir Sigurður sem nú er fluttur heim og hefur komið sér fyrir á Selfossi. Þar rekur hann fyrirtækið Rafhönnun og ráðgjöf, í félagi við annan mann, og unir sér vel. Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira
„Þeir voru bara með sænska peninga og kreditkort sem ekki voru tekin gild þarna. Robbie var svo byrjaður að borða ísinn sinn svo ég ákvað bara að flýta fyrir og bauðst til að borga fyrir þá,“ segir Sigurður Ágúst Pétursson rafmagnsiðnfræðingur. Sigurður lenti í þeim undarlegu aðstæðum fyrir skemmstu að bjóða bresku poppstjörnunni Robbie Williams upp á ís þar sem þeir voru báðir staddir á vídeóleigu í Kaupmannahöfn. Málavextir voru þeir að Sigurður sat á kaffihúsi og skaust yfir á vídeóleigu í nágrenninu til að kaupa sér sígarettur. Þar voru fyrir fjórir breskir karlmenn sem voru ekki með danska peninga til að greiða fyrir ís sem þeir höfðu keypt sér og bresk kreditkort þeirra voru ekki tekin gild. Í stað þess að bíða eftir að þeir hlypu út í hraðbanka ákvað Sigurður að borga fyrir þá. „Já, hann var eitthvað fljótur á sér að byrja á ísnum. Ég bauðst bara til að borga svo ég kæmist strax aftur á kaffihúsið,“ segir Sigurður sem fattaði ekki í fyrstu hvern hann hafði verið að borga fyrir. „Það tók mig nú smá tíma að kveikja á því að þetta væri hann, það voru eiginlega tattúin sem komu upp um hann,“ segir Sigurður um kynni sín af Robbie. Eftir að Sigurður kom út úr vídeóleigunni kölluðu mennirnir á hann og buðu honum að setjast inn í bíl sín. Robbie í öllu sínu veldi Þessi ágæti herramaður var ánægður með Sigurð Ágúst og bauð honum og konu hans á tónleika með sér. „Við röbbuðum aðeins saman og svo bauð hann mér og konunni á tónleika sem hann var að fara að halda nokkrum dögum seinna. Þar vorum við sett í VIP-stúkuna og skemmtum okkur vel,“ segir Sigurður sem segist ekki hafa getað talist til aðdáenda Robbie Williams. Að minnsta kosti ekki þangað til þetta gerðist. Danskir fjölmiðlar sýndu þessum atburði talsverðan áhuga og fjölluðu um þennan miskunnsama samverja sem kom Robbie til bjargar. Í umfjöllun þeirra kom þó ætíð fram að um danskan karlmann hefði verið að ræða og Sigurður var sáttur við það. „Ég hef engan áhuga á því að trana mér fram svo ég var ekkert að leiðrétta það,“ segir Sigurður sem nú er fluttur heim og hefur komið sér fyrir á Selfossi. Þar rekur hann fyrirtækið Rafhönnun og ráðgjöf, í félagi við annan mann, og unir sér vel.
Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Tónlist Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Lífið Fleiri fréttir Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Sjá meira