Um afskipti hæstaréttardómara af dómsmálum Sigurður Líndal skrifar 27. mars 2007 05:00 Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Mér var sýndur sá heiður að vera helgaður fyrsti kafli í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins 24. marz sl. Tilefnið var yfirlýsing Jóns Steinars Gunnlaugssonar hæstaréttardómara þess efnis að Ingibjörg Pálmadóttir hefði ekki farið með rétt mál í vitnaleiðslu fyrir héraðsdómi þegar hún sagði, að Jón Steinar hefði tekið að sér mál Jóns Geralds Sullenberger „vegna þrýstings frá öðrum“. Í framhaldi af þessu hafði fréttamaður Ríkisútvarpsins samband við mig og spurði mig meðal annars hvort fordæmi væri fyrir slíku. Ég sagðist telja að slík yfirlýsing væri einsdæmi, a.m.k. ræki mig ekki minni til að dómari við Hæstarétt hefði áður skipt sér af máli sem rekið væri fyrir öðrum dómstól. Og Styrmir Gunnarsson ritstjóri, sem væntanlega er höfundur bréfsins, spyr hvað ég eigi við með þessum orðum. Jón Steinar „sendir frá sér einfalda og hófsama leiðréttingu á orðum, þar sem hann telur ekki rétt eftir sér haft“. Með orðinu „leiðrétting“ tekur höfundurinn undir mál Jóns Steinars og felst þá í orðum hans að Ingibjörg Pálmadóttir hafi sagt ósatt fyrir rétti. Eru það ekki afskipti af dómsmáli að birta yfirlýsingu í fjölmiðlum þar sem borin er ósannsögli á vitni sem gefur skýrslu fyrir dómi að viðlagðri refsiábyrgð? Það eru þessi afskipti af dómsmáli sem eru umtalsefnið. Hvernig veit Styrmir að Jón Steinar skýri rétt frá? Ljóst er að Jón Steinar telur, að sér hafi verið nauðsynlegt að koma „leiðréttingu“ á framfæri. Hefði þá ekki verið eðlilegra að hann hefði í stað þess að gera vitni í dómsmáli tortryggilegt með yfirlýsingu í fjölmiðlum, ritað dómsforseta bréf þess efnis og sent saksóknara og verjendum afrit? Í framhaldi af því hefði verið tilefni að kalla hann fyrir dóm til skýrslugjafar. Þá hefði hann komið sem vitni og skýrt mál sitt og skýrsla hans fengið annan blæ en fjölmiðlayfirlýsing hans. Málinu hefði verið haldið innan vébanda dómstóla en ekki flutt á vettvang fjölmiðla. Mér þótti vænt um að fá siðferðisvottorð í Reykjavíkurbréfinu þar sem nauðsynlegt þótti að gefa í skyn að ég væri hvorki leigupenni né mútuþegi. Tilefni þeirrar athugasemdar var fjárstyrkur sem Baugur hafði veitt Hinu íslenzka bókmenntafélagi. Nú var efni Baugsmálsins ekki til umræðu í svari mínu til fréttamanns Ríkisútvarpsins, enda hef ég ekki kynnt mér það þannig að ég sé viðræðuhæfur, hvorki um frávísun né efnisdóm, sekt né sakleysi. Ég var einungis að ræða um óvenjulega háttsemi hæstaréttardómara sem ég taldi vera einsdæmi og kemur framangreindri styrkveitingu ekkert við. En úr því að Bókmenntafélagið hefur verið nefnt til sögunnar tel ég rétt að taka fram, að á síðasta ári átti félagið 190 ára afmæli og var af því tilefni leitað til nokkurra fyrirtækja um stuðning. Meðal annars var Baugi og Landsbankanum sent nokkurn veginn samhljóða erindi. Báðir brugðust vel við, en þó hvor með sínum hætti og frá þessu hefur verið skýrt í fjölmiðlum. Nú væri fróðlegt að vita hvernig höfundur Reykjavíkurbréfsins leggur út af fjárstyrk Landsbankans til útgáfu Lærdómsrita Bókmenntafélagsins – hvort hann kynni að hafa haft áhrif á orð mín. Hæg ættu að vera heimatökin um upplýsingar þar sem helztu eigendur Landsbankans eiga drjúgan hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Höfundur er prófessor í lögum.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun