Lífið

Kevin heimsækir Britney

Kevin Federline og Britney Spears á frumsýningu Charlie and the Chocolate Factory í júlí 2005. Britney var þá ólétt af fyrsta syni þeirra, Sean Preston.
Kevin Federline og Britney Spears á frumsýningu Charlie and the Chocolate Factory í júlí 2005. Britney var þá ólétt af fyrsta syni þeirra, Sean Preston. MYND/Getty Images

Skemmtikrafturinn Kevin Federline ber greinilega ennþá tilfinningar til fyrrum eiginkonu sinnar, Britney Spears. Britney hefur sem kunnugt er skráð sig í meðferð þrisvar sinnum í vikunni eftir að hafa hrellt aðdáendur sína með því að raka allt hár af höfði sér.

Britney dvelur nú á meðferðarheimilinu Promises í Malibu en Kevin er sagður hafa heimsótt hana á föstudag. Staldraði hann við í um hálfa klukkustund en ekki er vitað hvað þeim fór á milli.

Allt um meðferðarinnlagnir Britneyar í vikunni





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.