Lífið

Avril Lavigne kaupir 10 baðherbergja villu

Avril Lavigne getur farið í 10 mismunandi baðkör á nýja heimili sínu
Avril Lavigne getur farið í 10 mismunandi baðkör á nýja heimili sínu MYND/Getty Images

Söngkonan Avril Lavigne hefur fest kaup á stórhýsi í Los Angeles ásamt eiginmanni sínum Deryck Whibley, söngvara hljómsveitarinnar Sum 41. Eru baðherbergin í húsinu 10 talsins. Avril, sem er 22 ára, og Deryck, 27 ára keyptu húsið fyrir rúma 9,5 milljón dollara en það jafngildir rúmum 640 milljónum íslenskra króna. Los Angeles Times greinir frá þessu.

Átta svefnherbergi eru í húsinu sem er um 1100 fermetrar að stærð. Það er byggt í Tuscan stíl og í því er meðal annars lyfta, skrifstofa, hátækni-eldhús, gufubað, sundlaug og síðast en ekki síst, 10 bíla bílskúr. Það ætti því ekki að fara illa um ungu hjónin á nýja heimili þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.