Lífið

Kevin á strípibúllu en Britney á Lakers leik

Britney á körfuboltaleiknum í gær, þann 8. apríl. Virðist hún hafa skemmt sér afar vel af svipnum að dæma.
Britney á körfuboltaleiknum í gær, þann 8. apríl. Virðist hún hafa skemmt sér afar vel af svipnum að dæma. MYND/AP

Britney og Kevin voru kát um páskahelgina, aðeins rúmri viku eftir að þau náðu samkomulagi um skilnað sinn. Kevin fór með nokkrum nánum vinum sínum til Las Vegas og var helgin sannkölluð ,,strákahelgi," samkvæmt heimildum People en Britney skellti sér á körfuboltaleik og verslaði síðan svolítið.

Kom Kevin til Las Vegas á föstudag og var mikið fjör á honum og félögum hans sem enduðu kvöldið á strípubúllu þegar komið var undir morgun. Á laugardagskvöld borðaði Kevin með vinum sínum og spiluðu þeir fjárhættuspil til klukkan tvö eftir miðnætti. Klukkustund síðar lagði Kevin af stað til Los Angeles þar sem hann vildi vera með strákunum sínum tveimur á páskunum.

Af Britney er það að frétta að hún fór á Lakers leik á sunnudaginn. Var hún með rauðbrúna hárkollu á höfðinu, með brúnleitan hatt og í leðurstuttbuxum. Eftir leikinn fór hún tískuverslun Lisu Kline þar sem hún keypti sér sitthvað fallegt.

Frétt Vísis um skilnaðarsamkomulag Britneyar og Kevins





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.