KR-útvarpið á tímamótum 26. maí 2007 12:30 Þröstur Emilsson og Bogi Ágústsson eru annálaðir KR-ingar sem hafa komið að starfi KR-útvarpsins frá upphafi. KR-útvarpið verður með sína 200. útsendingu á mánudagskvöld þegar KR og Víkingur eigast við í Landsbankadeild karla. „Við vorum að leita leiða til að bæta við stuðningsmannastarfið og þá kviknaði þessi hugmynd,“ segir Höskuldur Höskuldsson, sérlegur útvarpsstjóri KR. Höskuldur viðurkennir að hugmyndin um sérstaka KR-útvarpsstöð hafi þótt nokkuð klikkuð í upphafi, en í dag er hún orðin órjúfanlegur hluti af umgjörðinni og stemningunni í kringum leiki liðsins. „Við heyrum það og skynjum að stuðningsmennirnir kunna að meta útvarp KR. Við erum með 2-3 tíma langa upphitun fyrir alla heimaleiki og erum með viðtöl við þjálfara og leikmenn eftir leiki. Svona dagskrá kemur mönnum í gírinn og er orðin hluti af leiknum fyrir marga stuðningsmennina,“ segir Höskuldur en útvarp KR sendir út á tíðninni 98,3. KR-ingar Haukur Holm, Bubbi Morthens, Gísli Marteinn Baldursson, Jóhann Hlíðar Harðarson og margir fleiri þjóðþekktir einstaklingar hafa verið gestir KR-útvarpsins í gegnum tíðina. KR-útvarpið hefur lagt mikinn metnað í starf sitt og til marks um það má nefna að þar hefur öllum deildar-, bikar- og Evrópuleikjum verið lýst í beinni útsendingu frá árinu 1999. Allt starf sem tengist útvarpsstöðinni er unnið í sjálfboðavinnu og segir Höskuldur að félagið hafi verið svo heppið að eiga góða áhangendur sem þekkja til í þessum bransa. Af fjölmörgum stjórnendum útvarpsins síðustu ár má nefna fjölmiðlungana Boga Ágústsson, Jóhann Hlíðar Harðarson, Hauk Holm, Þröst Emilsson, auk útvarpsmannana Ágúst Bogason og Frey Eyjólfsson. Enn fremur hafa Gísli Marteinn Baldursson, Egill Helgason og Bubbi Morthens verið tíðir gestir, „enda annálaðir KR-ingar“ eins og Höskuldur tekur skýrt fram. Haukur Holm hefur verið viðriðinn útvarpið frá fyrstu útsendingu og segir hann einlæga og fölskvalausa ást á félaginu vera það sem haldið hefur sér við efnið í gegnum tíðina. „Og þar sem ég var aldrei góður í fótbolta er þetta mitt tækifæri til að vinna félaginu gagn. Fyrst ég gat það ekki inn á vellinum þá geri ég það í útvarpinu,“ útskýrir Haukur og hlær. „Ég held að þetta hafi algjörlega sannað sig. Við fáum mikil viðbrögð og ekki síst frá KR-ingum erlendis sem hlusta á leiki í gegnum netið.“ Bogi Ágústsson segir það mikið afrek að hafa starfrækt útvarp af þessu tagi í jafn langan tíma og raun ber vitni. „Þarna fáum við hlutlausu fjölmiðlamennirnir útrás fyrir skoðunum okkar og tökum afstöðu. Við erum allir brennimerktir KR-ingar og höfum gaman af félagsskap hvor annars. KR er okkar hjartans mál og þess vegna er þetta alltaf jafn gaman,“ segir Bogi. Útvarpsstjórinn Höskuldur Höskuldsson er maðurinn á bakvið tjöldin hjá KR-útvarpinu. . Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
KR-útvarpið verður með sína 200. útsendingu á mánudagskvöld þegar KR og Víkingur eigast við í Landsbankadeild karla. „Við vorum að leita leiða til að bæta við stuðningsmannastarfið og þá kviknaði þessi hugmynd,“ segir Höskuldur Höskuldsson, sérlegur útvarpsstjóri KR. Höskuldur viðurkennir að hugmyndin um sérstaka KR-útvarpsstöð hafi þótt nokkuð klikkuð í upphafi, en í dag er hún orðin órjúfanlegur hluti af umgjörðinni og stemningunni í kringum leiki liðsins. „Við heyrum það og skynjum að stuðningsmennirnir kunna að meta útvarp KR. Við erum með 2-3 tíma langa upphitun fyrir alla heimaleiki og erum með viðtöl við þjálfara og leikmenn eftir leiki. Svona dagskrá kemur mönnum í gírinn og er orðin hluti af leiknum fyrir marga stuðningsmennina,“ segir Höskuldur en útvarp KR sendir út á tíðninni 98,3. KR-ingar Haukur Holm, Bubbi Morthens, Gísli Marteinn Baldursson, Jóhann Hlíðar Harðarson og margir fleiri þjóðþekktir einstaklingar hafa verið gestir KR-útvarpsins í gegnum tíðina. KR-útvarpið hefur lagt mikinn metnað í starf sitt og til marks um það má nefna að þar hefur öllum deildar-, bikar- og Evrópuleikjum verið lýst í beinni útsendingu frá árinu 1999. Allt starf sem tengist útvarpsstöðinni er unnið í sjálfboðavinnu og segir Höskuldur að félagið hafi verið svo heppið að eiga góða áhangendur sem þekkja til í þessum bransa. Af fjölmörgum stjórnendum útvarpsins síðustu ár má nefna fjölmiðlungana Boga Ágústsson, Jóhann Hlíðar Harðarson, Hauk Holm, Þröst Emilsson, auk útvarpsmannana Ágúst Bogason og Frey Eyjólfsson. Enn fremur hafa Gísli Marteinn Baldursson, Egill Helgason og Bubbi Morthens verið tíðir gestir, „enda annálaðir KR-ingar“ eins og Höskuldur tekur skýrt fram. Haukur Holm hefur verið viðriðinn útvarpið frá fyrstu útsendingu og segir hann einlæga og fölskvalausa ást á félaginu vera það sem haldið hefur sér við efnið í gegnum tíðina. „Og þar sem ég var aldrei góður í fótbolta er þetta mitt tækifæri til að vinna félaginu gagn. Fyrst ég gat það ekki inn á vellinum þá geri ég það í útvarpinu,“ útskýrir Haukur og hlær. „Ég held að þetta hafi algjörlega sannað sig. Við fáum mikil viðbrögð og ekki síst frá KR-ingum erlendis sem hlusta á leiki í gegnum netið.“ Bogi Ágústsson segir það mikið afrek að hafa starfrækt útvarp af þessu tagi í jafn langan tíma og raun ber vitni. „Þarna fáum við hlutlausu fjölmiðlamennirnir útrás fyrir skoðunum okkar og tökum afstöðu. Við erum allir brennimerktir KR-ingar og höfum gaman af félagsskap hvor annars. KR er okkar hjartans mál og þess vegna er þetta alltaf jafn gaman,“ segir Bogi. Útvarpsstjórinn Höskuldur Höskuldsson er maðurinn á bakvið tjöldin hjá KR-útvarpinu. .
Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira