Lífið

Glæsibrúðkaup í vændum hjá Richie

Madden og Richie í febrúar um þær mundir sem þau voru að kynnast
Madden og Richie í febrúar um þær mundir sem þau voru að kynnast MYND/Getty

Nicole Richie og Joel Madden munu ganga að eiga hvort annað um miðjan mánuðinn. Parið mun ætla að slá upp rausnarlegu brúðkaupi á Laguna Beach í Californiu og fregnir herma að dagsetningin 13. október hafi verið valin.

Richie sem gerði garðinn frægan í Simple Life raunverluleikaþáttunum með Paris Hilton kynntist Madden í febrúar á síðasta ári en hann er söngvari hljómsveitarinnar Good Charlotte.

Parið hefur síðan látið lítið fyrir sér fara en Richie hefur þó tútnað út enda eiga þau skötuhjúin von á barni og er Richie komin um sex mánuði á leið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.