Lífið

Ofurdrykkja Harry prins enn til umfjöllunar

Harry prins er aftur kominn í sviðsljós fjölmiðla í Bretlandi eftir að hann eyddi sem svarar til tæplega 200.000 kr. í villta drykkjunótt með Chelsy Davy kærustu sinni um helgina.

Það var hið rándýra Grey Goose vodka og Krug kampavín sem þau skötuhjúin drukku á hinum vinsæla Amika næturklúbbi í Kensington hverfinu í London.

Og samfara mikilli ölvun lenti Harry prins í ýmsum uppákomum þessa nótt samkvæmt frásögn breska blaðsins News of the World. Meðal annars hótaði hann að drepa einn af gestunum Amika þegar honum þótti viðkomandi gerast einum of nærgöngull við Chelsy. Lífverðir Harry þurftu að skerast í leikinn og draga hinn ofurölvi prins í burtu.

Einn af viðmælendum blaðsins segir að Harry og félagar hans á næturklúbbnum hefðu drukkið stíft og verið með ýmis læti. Lífvörðum prinsins tókst að lokum að draga hann út af klúbbnum um hálf-fjögur leytið um nóttina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.