Lífið

Elsta frumbyrja íslands er ekki búin að skíra

Sigríður Ásdís Snævarr
Sigríður Ásdís Snævarr MYND/Vísir.is

Sonur þeirra Sigríðar Á. Snævarr og Kjartans Gunnarssonar er ekki enn kominn með nafn. Þetta staðfesti Kjartan Gunnarsson, eiginmaður Sigríðar, í samtali við Vísi.is.

Drengurinn fæddist 5. júlí síðastliðinn og er því rúmlega mánaðar gamall. Sigríður sem er 55 ára er elst íslenskra kvenna til að ala barn og vakti meðganga hennar og fæðing drengsins athygli.

Eiginmaður Sigríðar, Kjartan Gunnarsson, er varaformaður í stjórn Landsbankans og fyrrverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.