Lífið

Hlaupið til góðs í Reykjavíkurmaraþoni

MYND/Frank Haslam Milan

Barry Metters, 39 ára gamall verkstjóri frá Bretlandi er á meðal þeirra þúsunda sem hyggjast hlaupa í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis næstkomandi laugardag. Með því hyggst Metters safna peningum fyrir spítalann í Newcastle þar sem hann fékk bót meina sinna en hann glímdi við hvítblæði fyrir 19 árum síðan þangað til beinmergskiptaaðgerð sem hann undirgekkst bar árangur.

Metters hefur hlaupið í maraþonhlaupum víðs vegar um heiminn, þar á meðal í Stokkhólmi og Hamborg á síðustu árum og nú er röðin komin að Reykjavík. Hann vonast til að hlaupa maraþonið á þremur til fjórum tímum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.