Innlent

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir vitnum

MYND/GVA

Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitta geta upplýsingar um mannaferðir í og við Sigtún á Selfossi í nótt sem leið að hafa samband við lögreglu. Eldur kom upp í bílskúr við fasteignasaöluna Bakka við Sigtún í nótt og telur lögregla allar líkur á því að um íkveikju sé að ræða.

Lögreglan á Selfossi segir í samtali við Vísi að svo virðist sem kveikt hafi verið í skúrnum þar sem eldsupptök eru greinilega utan á húsinu. Tilkynnt var um eldinn um tvöleitið og biður lögregla alla þá sem urðu varir við mannaferðir á svæðinu eftir miðnætti í gær að láta vita í síma 480 1010.

Að sögn lögreglu hefur verið nokkuð um íkveikjur Selfossi að undanförnu en í síðustu viku var kveikt í ruslagámi í bænum svo dæmi sé tekið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×