Lífið

Britney rekur umboðsmann sinn og stefnir á endurkomu í tónlistinni

Britney Spears þegar hún var upp á sitt besta, árið 2004.
Britney Spears þegar hún var upp á sitt besta, árið 2004. MYND/Getty Images

Söngkonan þekkta, Britney Spears, er byrjuð að reyna að endurvekja tónlistarferil sinn. Hún er ekki einungis byrjuð að taka upp tónlist í hljóðveri og fara í danstíma, heldur rak hún umboðsmann sinn til nokkurra mánaða, Larry Rudolph, síðasta föstudag. Það er NY Post sem greinir frá þessu.

Britney hefur þjáðst af alvarlegu fæðingarþunglyndi síðustu mánuði eftir að hún eignaðist annan dreng sinn, Jayden James, sem er hálfs árs gamall. Kennir hún Larry um ófarir sínar undanfarið og um að hafa kynnt hana fyrir partýdrottningunni Paris Hilton. Britney deyr þó ekki ráðalaus því hún hefur ráðið fyrrum fjölmiðlafulltrúar sinn, Leslie Sloane Zelnik, aftur til sín til að tala við fjölmiðla vegna málsins. Kvaðst Leslie ekki vita hver staða umboðsmannsins væri þegar haft var samband við hana en búast má við því að Larry muni höfða mál gegn Britney vegna uppsagnarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.