Lífið

Salma Hayek segir konur ekki eiga að flýtja sér

Salma Hayek
Salma Hayek MYND/Getty Images

Salma Hayek á von á sínu fyrsta barni en leikkonan er fertug að aldri. Þykir leikkonunni að konur ættu ekki að vera að flýta sér að eignast börn, ef þær séu ekki tilbúnar að takast á við móðurhlutverkið.

,,Móðurhlutverkið er ekki fyrir alla. Það hentar mér, en það er engin ástæða til þess að konur ættu að flýta sér að eignast barn," segir leikkonan í viðtali við tímaritið Marie Claire en viðtalið var tekið áður en hún tilkynnti að hún væri barnshafandi og trúlofuð viðskiptajöfrinum François-Henri Pinault. ,,Samfélagið lætur konum finnast þeim hafa mistekist eigi þær ekki börn, jafnvel þótt þær séu forstjórar fyrirtækja."

Sömuleiðis segir Salma samfélgið gera þær kröfur til kvenna að þær séu fallegar, klárar, grannar, hávaxnar, ríkar, á framabraut í starfi, giftar rétta gæjanum og eigi klár börn. Að auki eigi konur líka að vera nunnur. Þykir leikkonunni þetta heldur bagalegt og því eigi konur ekki að vera að flýta sér í barneignunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.