Britney Spears fagnaði 26 ára afmælinu sínu ásamt Paris Hilton og fleiri vinkonum sínum á Scandinavian Style Mansion í Hollywood um helgina. Hún fékk glæsilega afmælistertu og blés á kertin á meðan að vinkonur hennar sungu afmælissönginn fyrir hana. Þær fóru svo allar saman á Four Seasons í Beverly Hills og lauk gleðskapnum ekki fyrr en um miðja nótt. Britney fékk meðal annars loðkápu úr silfurrefsfeldi í afmælisgjöf. Hann kostaði litlar 1500 þúsund krónur.
Britney átti afmæli um helgina
Jón Hákon Halldórsson skrifar
