Lífið

Kína sigraði í Ungfrú heimur

Ungfrú Kína kom sá og sigraði í keppninni um Ungfrú heimur sem lauk um helgina.

Er þetta í fyrsta sinn sem Kína vinnur þennan titil en landið hóf þátttöku í keppninni fyrir aðeins þremur árum. Áður hafði ríkt bann við fegurðarsamkeppnum í Kína í 54 ár eða frá valdatöku kommúnista.

Ungfrú Kína heitir Zhang Zilin, er 23 ára gömul og vinnur sem einkaritari. Kínverska þjóðin er yfir sig hrifin af titlinum og í gærdag komu milljón heillaóskir inn á blogg-síðu Zhang.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.