Lífið

Lögfræðingurinn hættur

Britney hefur látið ráð sérfræðinga sem vind um eyru þjóta.
Britney hefur látið ráð sérfræðinga sem vind um eyru þjóta. MYND/GETTY

Samkvæmt heimildum TMZ hefur lögfræðingur Britney Spears, Laura Wasser, sagt starfi sínu lausu. Ákvörðunin kemur á versta tíma en forræðismál þeirra Spears og fyrrverandi eignmanns hennar Kevin's Federline var tekið fyrir hjá dómara í dag. Spears er sögð hafa verið erfiður skjólstæðingur og fór hún ekki að ráðum Wasser.

Þrátt fyrir óæskilega hegðun söngkonunnar um langt skeið og nokkrar misheppnaðar meðferðir náði Wasser fram sameiginlegu forræði á sínum tíma. Nú hefur Federline farið fram á að skipta forræðinu 70/30 sér í hag.

Samkvæmt TMZ hefur stjörnulögfræðingurinn Marci Levine verið ráðinn í stað Wasser og verður það hans að leysa vandamál Spears í nánustu framtíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.