Lífið

Mikið um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni

Sigurvegararnir
Sigurvegararnir MYND/Getty

Mikið var um dýrðir á Emmy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Las Vegas í nótt og mættu sjónvarpsstjörnurnar að vonum prúðbúnar til leiks. Sjónvarpsþátturinn um Soprano-fjölskylduna bar sigur úr býtum og hlaut verlaun fyrir bestu sjónvarpsþáttaröðina.

James Spader úr Boston Legal hlaut verðlaun fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla og Sally Field var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Brothers and Sisters. Þetta eru þriðju Emmy-verðlaunin sem hún hlýtur á ferlinum.

America Ferrara úr gamanþáttunum Ugly Betty var valin besta grínleikkonan og breski leikarinn Ricky Gervais besti grínleikarinn.

Hér að neðan má sjá úrval mynda frá hátíðinni

James Spader var valinn besti leikarinnGetty
Sally Field var valin besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í Brothers and SistersGetty
America Ferrara úr Ugly betty var valin besta grínleikkonan og tók sig sérstaklega vel út á rauða dreglinumGetty
Teri Hatcher úr Desperate Housewives mætti heldur léttklædd í eftirpartíiðGetty
Samkvæmisljónið Paris Hilton lét sig að sjálfsöguð ekki vantaGetty
Debra Messing úr Will & Grace skartaði svarthvítum hafmeyjukjólGetty
Stuttir kjólar voru áberandiGetty
Það má velta fyrir sér hvað leikkonan Hayden Panettiere hafi verið að hugsa en þessi kjóll bætir á hana allmörgum kílóumGetty
Marcia Cross silfurklædd í örmum eiginmannsins Tom MahoneyGetty
Katherine Heigl úr Grey's Anatomy var valin besta leikkonan í aukahlutverkiGetty





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.