Fallegt veður hefur verið í höfuðborginni í dag og margir notið þess. Á Tjörninni í Reykjavík nýttu nokkrir sér svellið sem þar er til að æfa sig á svokölluðum seglhjólum.
Á morgun er búist við að hiti verði áfram við frostmark á höfuðborgarsvæðinu og léttskýjað en þó má búast við svolitlum vindi.