17 ára piltur settur til höfuðs Helga 10. júlí 2007 06:00 Hinn 17 ára gamli Eggert Rafn Einarsson mun væntanlega spila í stöðu miðvarðar við hlið Tryggva Bjarnasonar hjá KR gegn Val í VISA-bikarnum í kvöld en þá hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Hann verður þannig settur til höfuðs Helga Sigurðssonar, heitasta sóknarmanns landsins um þessar mundir. Tveir helstu miðverðir KR, Pétur Hafliði Marteinsson og Gunnlaugur Jónsson, eru í leikbanni og því þarf að gera róttækar breytingar á vörninni. Helgi fór illa með KR-inga í viðureign liðanna í deildinni fyrr í sumar og skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Helgi hefur skorað alls sjö mörk fyrir Val í fyrstu níu leikjum deildarinnar en Eggert segist sjálfur ekki hræðast þá tölfræði. „Helgi er vissulega mjög lunkinn en þegar út í leikinn er komið er hann eins og hver annar andstæðingur fyrir mér. Ég mun gera allt sem ég get til að stoppa andstæðinginn, sama hvað hann heitir," segir Eggert Rafn, sem fékk eldskírn sína með KR gegn FH í 6. umferð. Síðan þá hefur hann átt fast sæti í stöðu hægri bakvarðar hjá KR. Í fjarveru Péturs og Gunnlaugs verður Eggert líklega færður í stöðu miðvarðar - stöðu sem hann þekkir mjög vel frá fyrri tíð. „Ég er miðvörður að upplagi og kann mjög vel við þá stöðu. Ég held að ég sé betri miðvörður en ætli bakvörðurinn verði ekki framtíðarstaðan. Ég hef ekki alveg stærðina í mér fyrir miðvörðinn," segir Eggert í léttum tón en bætti við að hann myndi spila hvar sem þjálfarinn vill hafa hann. „Ég reyni bara að gera mitt besta og vona að það skili sér." Eggert er ekki eini drengjalandsliðsmaðurinn sem verður í sviðsljósinu í kvöld því hinn 16 ára gamli Trausti Sigurbjörnsson mun líklega standa á milli stanganna hjá ÍA gegn Víkingi í kvöld. Trausti varð einn allra yngsti leikmaðurinn til að spila í Landsbankadeildinni í sumar þegar hann kom inn á gegn Keflavík í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH fara í heimsókn til Vestmannaeyja og í Hafnarfirði eigast við Haukar og Fram. Þá tekur Fjarðabyggð á móti Fjölni á Eskifirði. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Hinn 17 ára gamli Eggert Rafn Einarsson mun væntanlega spila í stöðu miðvarðar við hlið Tryggva Bjarnasonar hjá KR gegn Val í VISA-bikarnum í kvöld en þá hefjast 16 liða úrslit keppninnar. Hann verður þannig settur til höfuðs Helga Sigurðssonar, heitasta sóknarmanns landsins um þessar mundir. Tveir helstu miðverðir KR, Pétur Hafliði Marteinsson og Gunnlaugur Jónsson, eru í leikbanni og því þarf að gera róttækar breytingar á vörninni. Helgi fór illa með KR-inga í viðureign liðanna í deildinni fyrr í sumar og skoraði bæði mörk liðsins í 2-1 sigri. Helgi hefur skorað alls sjö mörk fyrir Val í fyrstu níu leikjum deildarinnar en Eggert segist sjálfur ekki hræðast þá tölfræði. „Helgi er vissulega mjög lunkinn en þegar út í leikinn er komið er hann eins og hver annar andstæðingur fyrir mér. Ég mun gera allt sem ég get til að stoppa andstæðinginn, sama hvað hann heitir," segir Eggert Rafn, sem fékk eldskírn sína með KR gegn FH í 6. umferð. Síðan þá hefur hann átt fast sæti í stöðu hægri bakvarðar hjá KR. Í fjarveru Péturs og Gunnlaugs verður Eggert líklega færður í stöðu miðvarðar - stöðu sem hann þekkir mjög vel frá fyrri tíð. „Ég er miðvörður að upplagi og kann mjög vel við þá stöðu. Ég held að ég sé betri miðvörður en ætli bakvörðurinn verði ekki framtíðarstaðan. Ég hef ekki alveg stærðina í mér fyrir miðvörðinn," segir Eggert í léttum tón en bætti við að hann myndi spila hvar sem þjálfarinn vill hafa hann. „Ég reyni bara að gera mitt besta og vona að það skili sér." Eggert er ekki eini drengjalandsliðsmaðurinn sem verður í sviðsljósinu í kvöld því hinn 16 ára gamli Trausti Sigurbjörnsson mun líklega standa á milli stanganna hjá ÍA gegn Víkingi í kvöld. Trausti varð einn allra yngsti leikmaðurinn til að spila í Landsbankadeildinni í sumar þegar hann kom inn á gegn Keflavík í síðustu viku. Íslandsmeistarar FH fara í heimsókn til Vestmannaeyja og í Hafnarfirði eigast við Haukar og Fram. Þá tekur Fjarðabyggð á móti Fjölni á Eskifirði.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira