Lífið

Paltrow með eigin matreiðsluþátt

MYND/Getty

Leikkonan Gwyneth Paltrow ætlar að snúa baki við Hollywood um skeið og fara af stað með sinn eigin matreiðsluþátt. Paltrow sem er mjög áhugasöm um heilsusamlega matargerð mun auk þess yfirgefa unnusta sinn Chris Martin og börnin Apple og Moses til að ferðast um Spán ásamt kokkinum Mario Batali.

Saman munu þau fara um landið og safna saman ýmsum þjóðlegum réttum og elda fyrir framan myndavélarnar. Þættirnir eru framleiddir af PBS sjónvarpsstöðinni og hefjast sýningar í október. Sjónvarpsstöðvarnar Channel 4 og ITV keppast nú um sýningarréttinn enda telja menn að á ferðinni sé uppskrift af geysivinsælum þætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.