Lífið

Fyrrum umboðskona Matt LeBlanc höfðar mál gegn honum

MYND/Getty

Camille Cerio, fyrrum umboðskona Matt LeBlanc, sem flestir þekkja sem Joey í Friends hefur höfðað mál gegn leikaranum og segir hann skulda henni eina milljón bandaríkjadala.

Cerio sem var umboðsmaður leikarans árið 1994 heldur því fram að hann hafi samþykkt að greiða henni umboðslaun fyrir að aðstoða hann við að koma sér að í Friendsþáttunum. Eins segist hún hafa átt að fá 15% hlut af launum leikarans á meðan á þáttunum stóð. Hún hætti hins vegar að fá greiðslur árið 2000 en gerð þáttanna hélt áfram til 2004.

Cerio ásakar leikarann um samningsrof og óheiðarlega viðskiptahætti. Hún fer fram á það að hann gefi upp hversu mikið hann hafi grætt á þáttunum og að hún fái sinn 15% hlut. Lögfræðingar LeBlanc hafa ekkert viljað tjá sig um málið.

LeBlanc lék hinn einfalda og góðhjartaða Joey í 10 ár og hlaut sex Emmy og Golden Globe tilnefningar fyrir frammistöðu sína.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.