Lögreglan í Los Angeles hefur staðfest að Hollywood stjarnan Owen Wilson hafi reynt sjálfsmorð um síðustu helgi. Í dagbók lögreglunnar kemur fram að óskað hafi verið eftir aðstoð á heimili leikarans vegna sjálfsmorðstilraunar. Ekki kemur fram í dagbókinni hver hringdi í lögregluna. Miklar vangaveltur eru um það hvaða áhrif atburðir helgarinnar kunni að hafa á framtíð Wilsons en hann er þekktastur fyrir hlutverk sitt í myndinni Wedding Crashers.

