Innlent

47 umferðaróhöpp það sem af er degi

MYND/Valli

47 umferðaróhöpp hafa átt sér stað það sem af er degi á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan segir ástæðuna í flestum tilfellum vera launhálku en mjög hált var í morgun á fáförnum götum. Tíu innbrot hafa einnig verið tilkynnt lögreglunni í dag. Í einu tilviki voru fjórir þjófar handteknir en í hin eru enn í rannsókn.

Þar fyrir utan hefur verið tilkynnt um tvö stolin ökutæki síðan klukkan fimm í dag. Ljóst þykir því að þetta hafi verið mjög annasamur dagur hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×