Nýr íslenskur risi á orkumarkaði 5. janúar 2007 18:30 Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy. Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Sjá meira
Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy.
Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Fleiri fréttir „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Sjá meira