Nýr íslenskur risi á orkumarkaði 5. janúar 2007 18:30 Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy. Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira
Nýr íslenskur orkurisi varð til í dag þegar þegar tveir af öflugustu fjárfestum og stærsta verkfræðistofa landsins stofnuðu alþjóðlegt fyrirtæki á sviði grænnrar orkuframleiðslu. Fyrirtækið ætlar að ráðst í verkefni víðs vegar um heim og er áætlað að fjárfesta fyrir allt að sjötíu milljarða íslenskra króna. Stofnendur fyrirtækisins, sem heitir Geysir Green Energy, eru FL Group, Glitnir og VGK Hönnun, sem varð nýlega til með sameiningu verkfræðistofanna VGK og Hönnunar og er stærsta verkfræðistofa landsins með um 250 starfsmenn. Fyrirtækið stefnir að því að verða leiðandi á sviði grænnrar orkuframleiðslu í heiminum. Í upphafi leggja fjárfestar 100 milljónir Bandaríkjadala, eða um sjö milljarða króna til fyrirtækisins. FL Group verður leiðandi hluthafi en auk Glitnis og VGK Hönnunar er gert ráð fyrir sölu hlutabréfa bæði innanlands og utan á næstu vikum og mánuðum. Forstjóri fyrirtækisins verður Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Orkuveitu Reykjavíkur og staðgengill forstjórans þar. Í fyrirtækinu kemur því saman mikil reynsla á sviði alþjóðlegra fjárfestinga, hönnunar og orkuframleiðslu. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir að Geysir Green Energy sjái verkefnin einna helst í Evrópu, Norður og Suður Ameríku og á mörgum stöðum í Asíu. Í þessum heimshlutum sé mikil þörf fyrir orku. "Þar er víða mikil þörf fyrir umhverfisvæna, græna orku til að minnka mengun," segir Ásgeir. Geysir Green Energy horfir m.a. til Indónesíu sem er mesta jarðhitaland í heimi og nánast til alls heimsins þar sem finna má jarðvarma.Þá leggur Glitnir hlut sinn í Enex Kína inn í Geysi og þar eru mikil verkefni framundan. Í austur Evrópu er víða mjög mengandi orkuiðnaður og þar hljóta verkefnin því að vera óþrjótandi? "Já, ég held að þau séu nánast ótæmandi. Þð er mikil þörf fyrir að minnka brennslu á olíu, gasi og kolum til húshitunar, svo dæmi sé tekið. Verð á þessari orku fer mjög vaxandi, hækkandi. Það hafa nýlega verið fréttir um verð á gasi frá Rússlandi og hækkun á því. Það ýtir undir þróun á jarðhitanotkun til húshitunar verulega," segir Ásgeir. Í tilkynningu frá Geysi segir að áætlað sé að orkuþörf jarðarbúa muni tvöfaldast á næstu fimmtíu árum og að hlutfall sjálfbærrar orkuframleiðslu muni aukast á kostnað hefðbundnari orkugjafa. Og Íslendingar standa vel hvað varðar þekkingu á þessu sviði. "Já við erum algerlega á toppnum hvað varðar hitaveituvæðingu og nýtingu á jarðvarma til húshitunar. Við erum öðrum framar í því og þar að auki höfum við mjög góða stöðu í samfélagi þjóðanna. Við eigum ekki óvini og okkur er vel tekið - ekki síst á þessu sviði," segir Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysir Green Energy.
Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Sjá meira