Megn óánægja með nærbuxnatal Sigmars 12. maí 2007 12:30 Sigmar Guðmundsson. Reiðir áhorfendur kvörtuðu undan kynninum í Eurovision – þótti sérkennilegur og dónalegur húmoristi þar á ferð. Eftir Eurovision-keppnina á fimmtudag loguðu allar símalínur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Voru þar á ferð í það minnsta þrjátíu ósáttir greiðendur afnotagjalda sem blöskraði klámfengið tal kynnisins, Sigmars Guðmundssonar í Kastljósinu, milli laga. Gerður Helgadóttir símadama tók við símtölunum en hún harðneitaði að staðfesta þetta við blaðamann Fréttablaðisins, sagðist vera bundin meiri trúnaði en leigubílstjórar í starfi sínu og að nú væri RÚV orðið ohf. Og ekki hægt lengur að vísa í upplýsingalög. Gerður gaf hins vegar samband við Jóhönnu Jóhannsdóttur, aðstoðardagskrárstjóra innlendrar dagskrár og sérstakan umsjónarmann Eurovision-keppninnar hjá RÚV ohf. Jóhanna staðfesti það að margir hefðu haft samband og lýst yfir óánægju sinni. „Fólk hefur misjafnan smekk fyrir húmor,“ segir Jóhanna. Þeir sem hringja og kvarta fá að tjá sig að sögn Jóhönnu, á þá er hlustað og skoðað hvort um réttmætar athugasemdir sé að ræða. „En það sem einum finnst ósæmilegt finnst öðrum fyndið. Fólk á fullan rétt á því, mislíki því eitthvað, að setja fram þá skoðun sína. En ég held að ekki hafi vakað fyrir Sigmari að vera meiðandi. Heldur hans leið að gera góðlátlegt grín. En við verðum að passa upp á það, upp að ákveðnu marki, að tala ekki niðrandi um keppendur og hampa einum á kostnað annars.“ Að sögn Jóhönnu voru það einkum Eista-brandarar Sigmars sem fóru fyrir brjóstið á fólki sem og nærbuxnatal. „Hann sagði reyndar að þetta væri margtugginn aulabrandari. Og umræður um nærbuxur höfðu verið í fjölmiðlunum áður. Kannski er þetta einnig spurning um aldur. Skoðanir fullorðinna eru jafn réttháar og yngra fólks. Við verðum að gæta þess að öll þjóðin er að horfa en Eurovision hefur mælst með 87 prósenta áhorf.“ Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira
Eftir Eurovision-keppnina á fimmtudag loguðu allar símalínur í útvarpshúsinu við Efstaleiti. Voru þar á ferð í það minnsta þrjátíu ósáttir greiðendur afnotagjalda sem blöskraði klámfengið tal kynnisins, Sigmars Guðmundssonar í Kastljósinu, milli laga. Gerður Helgadóttir símadama tók við símtölunum en hún harðneitaði að staðfesta þetta við blaðamann Fréttablaðisins, sagðist vera bundin meiri trúnaði en leigubílstjórar í starfi sínu og að nú væri RÚV orðið ohf. Og ekki hægt lengur að vísa í upplýsingalög. Gerður gaf hins vegar samband við Jóhönnu Jóhannsdóttur, aðstoðardagskrárstjóra innlendrar dagskrár og sérstakan umsjónarmann Eurovision-keppninnar hjá RÚV ohf. Jóhanna staðfesti það að margir hefðu haft samband og lýst yfir óánægju sinni. „Fólk hefur misjafnan smekk fyrir húmor,“ segir Jóhanna. Þeir sem hringja og kvarta fá að tjá sig að sögn Jóhönnu, á þá er hlustað og skoðað hvort um réttmætar athugasemdir sé að ræða. „En það sem einum finnst ósæmilegt finnst öðrum fyndið. Fólk á fullan rétt á því, mislíki því eitthvað, að setja fram þá skoðun sína. En ég held að ekki hafi vakað fyrir Sigmari að vera meiðandi. Heldur hans leið að gera góðlátlegt grín. En við verðum að passa upp á það, upp að ákveðnu marki, að tala ekki niðrandi um keppendur og hampa einum á kostnað annars.“ Að sögn Jóhönnu voru það einkum Eista-brandarar Sigmars sem fóru fyrir brjóstið á fólki sem og nærbuxnatal. „Hann sagði reyndar að þetta væri margtugginn aulabrandari. Og umræður um nærbuxur höfðu verið í fjölmiðlunum áður. Kannski er þetta einnig spurning um aldur. Skoðanir fullorðinna eru jafn réttháar og yngra fólks. Við verðum að gæta þess að öll þjóðin er að horfa en Eurovision hefur mælst með 87 prósenta áhorf.“
Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Sjá meira