Búið að afskrifa okkur Skagamenn 12. maí 2007 12:30 Sigurvin Ólafsson og Þórður Guðjónsson munu væntanlega mætast á miðjunni í leik ÍA og FH í dag. MYND/Eiríkur Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag þegar Íslandsmeistarar FH fara í heimsókn til ÍA á Skipaskaga. Þessum opnunarleik hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að Guðjón Þórðarson er að stýra sínum fyrsta deildarleik með ÍA í tæp ellefu ár. „Ég hlakka til, þetta verður spennandi,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. „Það vilja allir byrja vel og FH hefur alltaf byrjað vel undanfarin ár.“ Eins og flestir vita hafa FH-ingar unnið deildina síðastliðin þrjú ár, þar af síðustu tvö með miklum yfirburðum. Og öll þessi þrjú ár hefur FH byrjað á tveimur útileikjum, rétt eins og nú. „Mér er í sjálfu sér sama hvort við byrjum á útivelli eða ekki. Það þarf að spila alla þessa leiki hvort eð er,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH. „Akranes er einn mesti fótboltabær landsins og ekki auðvelt að fara þangað og spila. Svo er gamli þjálfari liðsins að koma aftur og eftirvæntingin eftir árangri er mikil þó þeir séu að reyna að tala hana niður. Við erum að fara í hörkuleik og ætlum ekki að vanmeta Akranesliðið.“ Eins og gefur að skilja ríkir mikil tilhlökkun í herbúðum beggja liða fyrir leikinn. En Ólafur segir að mikilvægi leiksins sé ekki meira en fyrir hvaða leik sem er. „Þetta er bara einn af átján leikjum. Allir leikir skipta máli þegar upp er staðið en úrslit þessa leiks munu ekki hafa nein afgerandi áhrif upp á framhaldið að gera,“ sagði Ólafur. Guðjón segir að sínir menn hafi verið afskrifaðir fyrir þennan leik. „Ég hef heyrt að menn spái FH 6-0 sigri í þessum leik. Svo er stuðullinn á heimasigur á Lengjunni fjórir þannig að það er greinilegt að menn hafa ekki trú á okkur,“ sagði Guðjón. „Svo má ekki horfa fram hjá því að FH er með þrjá frábæra Skagamenn í sínu liði þannig að þeir eins og mörg önnur lið njóta góðs af uppeldisstarfi ÍA,“ sagði hann og átti þar við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni sem og Frey Bjarnason. Báðir þjálfarar geta valið flesta sína sterkustu menn í leikinn. Hjá FH eru þeir Auðun Helgason og Atli Viðar Björnsson fjarverandi vegna meiðsla. „Ég er að vonast til þess að ég geti nú í fyrsta skipti síðan ég tók við liðinu valið úr öllum hópnum. Það eru góðar fréttir,“ sagði Guðjón. Sem fyrr eru FH-ingar með stóran og breiðan hóp leikmanna en Ólafur ætti að vera orðinn vanur því að taka erfiðar ákvarðanir. „Í FH verða alltaf góðir menn fyrir utan byrjunarliðið og leikmannahópinn. Þannig er þetta í þjálfarastarfinu, stundum þarf maður að taka óvinsælar ákvarðanir og er ég ekki feiminn við það.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu hefst í dag þegar Íslandsmeistarar FH fara í heimsókn til ÍA á Skipaskaga. Þessum opnunarleik hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, ekki síst vegna þeirrar staðreyndar að Guðjón Þórðarson er að stýra sínum fyrsta deildarleik með ÍA í tæp ellefu ár. „Ég hlakka til, þetta verður spennandi,“ sagði Guðjón við Fréttablaðið í gær. „Það vilja allir byrja vel og FH hefur alltaf byrjað vel undanfarin ár.“ Eins og flestir vita hafa FH-ingar unnið deildina síðastliðin þrjú ár, þar af síðustu tvö með miklum yfirburðum. Og öll þessi þrjú ár hefur FH byrjað á tveimur útileikjum, rétt eins og nú. „Mér er í sjálfu sér sama hvort við byrjum á útivelli eða ekki. Það þarf að spila alla þessa leiki hvort eð er,“ sagði Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH. „Akranes er einn mesti fótboltabær landsins og ekki auðvelt að fara þangað og spila. Svo er gamli þjálfari liðsins að koma aftur og eftirvæntingin eftir árangri er mikil þó þeir séu að reyna að tala hana niður. Við erum að fara í hörkuleik og ætlum ekki að vanmeta Akranesliðið.“ Eins og gefur að skilja ríkir mikil tilhlökkun í herbúðum beggja liða fyrir leikinn. En Ólafur segir að mikilvægi leiksins sé ekki meira en fyrir hvaða leik sem er. „Þetta er bara einn af átján leikjum. Allir leikir skipta máli þegar upp er staðið en úrslit þessa leiks munu ekki hafa nein afgerandi áhrif upp á framhaldið að gera,“ sagði Ólafur. Guðjón segir að sínir menn hafi verið afskrifaðir fyrir þennan leik. „Ég hef heyrt að menn spái FH 6-0 sigri í þessum leik. Svo er stuðullinn á heimasigur á Lengjunni fjórir þannig að það er greinilegt að menn hafa ekki trú á okkur,“ sagði Guðjón. „Svo má ekki horfa fram hjá því að FH er með þrjá frábæra Skagamenn í sínu liði þannig að þeir eins og mörg önnur lið njóta góðs af uppeldisstarfi ÍA,“ sagði hann og átti þar við tvíburabræðurna Arnar og Bjarka Gunnlaugssyni sem og Frey Bjarnason. Báðir þjálfarar geta valið flesta sína sterkustu menn í leikinn. Hjá FH eru þeir Auðun Helgason og Atli Viðar Björnsson fjarverandi vegna meiðsla. „Ég er að vonast til þess að ég geti nú í fyrsta skipti síðan ég tók við liðinu valið úr öllum hópnum. Það eru góðar fréttir,“ sagði Guðjón. Sem fyrr eru FH-ingar með stóran og breiðan hóp leikmanna en Ólafur ætti að vera orðinn vanur því að taka erfiðar ákvarðanir. „Í FH verða alltaf góðir menn fyrir utan byrjunarliðið og leikmannahópinn. Þannig er þetta í þjálfarastarfinu, stundum þarf maður að taka óvinsælar ákvarðanir og er ég ekki feiminn við það.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Fleiri fréttir Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Í beinni: Breiðablik - Egnatia | Meistaradeildarkvöld á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Sjá meira