Innlent

Magni Austfirðingur ársins 2006

Fjölmenni tók á móti Magna Ásgeirssyni í Vetrargarðinum í Smáralind þegar hann sneri heim eftir þáttökuna í Rockstar:Suprernova.
Fjölmenni tók á móti Magna Ásgeirssyni í Vetrargarðinum í Smáralind þegar hann sneri heim eftir þáttökuna í Rockstar:Suprernova. MYND/Anton Brink

Magni Ásgeirsson sigraði með yfirburðum í kjöri á Austfirðingi ársins 2006 en það var vikublaðið Austurlandið sem stóð fyrir kjörinu í samstarfi við Landsbanka Íslands.

Fram kemur í tilkynningu frá blaðinu að fjölmargir Austfirðingar hafi verið tilnefndir en snemma hafi verið ljóst að Borgfirðingurinn Magni myndi sigra. Eins og kunnugt er vakti Magni þjóðarathygli fyrir frammistöðu sína í raunveruleikaþáttunum Rockstar:Supernova þar sem hann endaði í fjórða sæti. Magni verður heiðraður sérstaklega næstkomandi laugardag í Molanum á Reyðarfirði auk þess sem hann tekur lagið fyrir Austfirðinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×