Lífið

Bannað að bruðla með klósettpappírinn

Það ætti að takmarka klósttpappírsnotkun við einn ferhyrning á klósettheimsókn "nema í þeim tilfellum sem tveir eða þrír eru nauðsynlegir" Þessu stingur söngkonan Sheryl Crow upp á á heimasíðu sinni.

Crow hefur nýlokið tónleikaferðalagi á lífdíselknúinni rútu til að vekja athygli á loftslagsbreytingum. Ferðalagið fór hún með umhverfisverndarsinnanum Laurie David.

Á síðunni viðrar hún aðrar nýstárlegar hugmyndir til að draga úr mengun. Servíettur eru meðal annars þyrnir í augum söngkonunnar en þær segir hún vera "hámark sóunarinnar". Hún hefur því hannað fatalínu með lausum ermum sem ætlað er að koma í stað pappírs til að þerra munnvikin, en ermunum er einfaldlega skipt út eftir notkun.

"Hugmyndir mínar eru á frumstigi, en að mínu mati fyllilega þess virði að skoða þær." sagði Crow.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.