Lífið

Björk í Saturday Night Live

Björk var gestur leikkonunnar Scarlett Johansson í skemmtiþættinum Saturday Night Live síðastliðinn laugardag. Þar flutti hún lag sitt Earth Intruders. Þetta er í þriðja sinn sem Björk er gestur þáttarins en fyrst kom hún þar fram með Sykurmolunum árið 1988.

Söngkonan er sem stendur á tónleikaferðalagi að kynna sjöttu breiðskífu sína, Volta. Tónleikaferðalagið er hennar fyrsta í fjögur ár og hófst með tónleikum hennar og Hot Chip í Laugardalshöll 9. apríl síðastliðinn.

Sjá má atriði Bjarkar í þættinum hér:

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.