Lífið

Morrison fyrirgefið stripplið

Jim Morrison
Jim Morrison

Charlie Crist ríkisstjóri Flórída íhugar að náða Jim Morrison að honum látnum og fella úr gildi 38 ára gamlan dóm yfir söngvaranum fyrir ósæmilega hegðun á tónleikum. Söngvaranum var gefið að sök að hafa berað sig áhorfendum.

Hljómborðsleikari The Doors, Ray Manzarek, segist ekki hafa séð Morrison bera sig, og engin þeirra rúmlega hundrað mynda sem lagðar voru fram sem sönnunargögn sýna kynfæri hans. Manzarek viðurkennir þó að hann hafi blótað ótæpilega.

Stuðningsmenn Morrisons hafa frá því hann var dæmdur haldið því fram að hann væri saklaus og sóst eftir að fá dómnum aflétt. Þeir hafa nú eftir nokkurra ára hlé á málaleitunum leitað til hins nýkjörna Crist í þeirri von að fá nafn Morrisons hreinsað.

"Hann var bara 27 ára þegar hann lést og eiginlega bara gutti ennþá. Hann átti við augljós vandamál að stríða og það er álitamál á hve traustum grunni málið stóð", sagði Crist.

Hann hefur nú sett lögfræðinga sína í það að fara í gegnum málsskjölin frá 1969 og mun innan nokkurra vikna úrskurða um hvort grundvöllur sé fyrir því að náða söngvarann.

Morrison áfrýjaði málinu á sínum tíma en lést áður en það var tekið fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.